Aldarsaga UMSK 1922-2022

250 Ári síðar hélt UMSK fjölmennt briddsmót í Fólkvangi á Kjalarnesi þar sem Drengsmenn voru mjög sigursælir. Þetta reyndist síðasta briddsmótið á vegum sambandsins, aðalástæða þess var að briddsdeild Breiðabliks varð að sérstöku félagi sem hlaut nafnið Briddsfélag Kópavogs.110 Loks má geta þess að árið 1981 var briddsdeild starfandi innan Aftureldingar, formaður hennar var Kristinn Baldvinsson.111 Sú deild starfaði stutt. Á landsmótinu UMFÍ í Mosfellsbæ árið 1990 var bridds í fyrsta skipti fullgild keppnisgrein á landsmóti og hluti af stigakeppninni. Úrslitin réðust í síðustu umferð þegar HSK tryggði sér sigurinn en sveit UMSK lenti í 4. sæti. Mikill ágreiningur varð um keppnisreglurnar og settu kærumál svip sinn á spilakeppnina, sjá umfjöllun um landsmótið 1990 síðar í bókinni. Sumarhret og krumpaðar skyrtur Landsmót UMFÍ á Eiðum 13.–14. júlí 1968 Elma brýtur ísinn 13. landsmót UMFÍ var haldið á Eiðum á Fljótsdalshéraði árið 1968. Þá hafði verið tekin ákvörðun um að halda landsmótin þriðja hvert ár og jafnframt að körfuknattleikur karla og spjótkast kvenna yrðu fullgildar keppnisgreinar. Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) var mótshaldari á Eiðum, formaður þess var Kristján Ingólfsson en formaður landsmótsnefndar var Björn Magnússon, skólastjóri á Eiðum. Í nefndinni sátu Hlýjar hjartarætur Sama árið og „Hitabylgjumótið“ var haldið á Laugarvatni var Úlfar Ármannsson kjörinn formaður UMSK. „En áður hafði ég verið fulltrúi Álftnesinga í stjórninni“, sagði hann í viðtali árið 2018, „þá var einn stjórnarmaður úr hverju sveitarfélagi, við héldum fundi einu sinni í mánuði og þar fyrir utan höfðum við samband okkar á milli þegar þurfti. UMSK veitti aðildarfélögunum ýmiskonar aðstoð og leiddi þau saman, til dæmis á héraðsmótum.“ Hvað varstu lengi formaður í UMSK? „Ég gegndi formennskunni í tvö ár og gekk vel í því starfi. Ég gaf mig allan í það, hafði mikið sjálfstraust og byggði á reynslunni úr minni heimabyggð. Maður verður bæði að hafa áhuga og tíma til að þetta gangi upp, þá verður þetta ánægjulegt og maður nýtur líka ákveðinnar virðingar sem formaður. Ég var alveg tilbúinn að gefa þessu allan minn tíma, stundum var manni launað með klappi á öxlina, það var alveg nóg fyrir mig. Sumir eru að þessu eingöngu fyrir sjálfan sig – það gengur aldrei upp.“ Úlfar segir að gjörbreyting hafi orðið á fjárhag UMSK þegar Íslensk getspá og lottóið kom til sögunnar. „Öll starfsemin var auðveldari og snerist ekki eins mikið um fjáraflanir og áður“, segir hann. „Gestur Guðmundsson var gjaldkeri sambandsins á þessum árum og hélt utan um fjármálin, hann tók svo við formennskunni af mér. Sambandið var mjög öflugt á þessu tímaskeiði, tengdi félögin vel saman og skapaði tækifæri fyrir íþróttafólk til að keppa, meðal annars á héraðsmótum. Félögin sóttust eftir því að tilheyra þessari heild.“ Hvað finnst þér um starfsemi UMSK nú á dögum? „Núna er sambandið regnhlífasamtök og ákveðið utanumhald fyrir félögin sem geta alltaf leitað þangað. Starfið er komið meira í hendurnar á einstökum aðildarfélögum og enginn sérstakur sambandsbúningur er til staðar. Það ber ekki eins mikið á UMSK og áður, maður finnur það.“ Fylgist þú enn með sambandinu? „Ekki mikið, mér finnst stundum að það mætti heyrast meira frá því en það má ekki skyggja á einstök félög sem eru mörg hver orðin mjög öflug. Þegar ég heyri UMSK nefnt hlýnar manni vissulega um hjartarætur og ég hugsa til liðinna gleðistunda á þeim vettvangi“, segir Úlfar Ármannsson að lokum.“112 Úlfar Ármannsson.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==