Aldarsaga UMSK 1922-2022

25 Íþróttamaður ársins kjörinn í fyrsta skipti, það var Vilhjálmur Einarsson þrístökkvari sem hlaut silfurverðlaun á Ólympíuleikunum það sama ár. 19. desember voru afgreidd lög frá Alþingi um bann við hnefaleikaiðkun á Íslandi. 1957 Innan Breiðabliks voru stofnaðar frjálsíþróttadeild, knattspyrnudeild og skák- og briddsdeild, fyrsta héraðsmót UMSK í bridds haldið – á Kjalarnesi. Íþróttavöllur við Félagsgarð í Kjós tekinn í notkun. 8. júlí fór fram fyrsti landsleikurinn í knattspyrnu á Laugardalsvellinum, á móti Norðmönnum. 11. júní var Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) stofnað. Ásbjörn Sigurjónsson úr Aftureldingu var formaður HSÍ 1958–1967. 10. landsmót UMFÍ haldið á Þingvöllum 29.–30. júní og tileinkað 50 ára afmæli UMFÍ. Sundkeppnin fór fram í Hveragerði. Auk keppni í íþróttum var bæði fimleika- og þjóðdansasýning. Héraðsþing UMSK ályktar að dvöl erlends hers á Íslandi samrýmist ekki hugsjónum ungmennafélaganna. 1959 Varmárvöllur í Mosfellssveit vígður 12. júní. Hann var fyrsta íþróttamannvirkið á Varmársvæðinu. Á þjóðhátíðardaginn var Laugardalsvöllurinn í Reykjavík vígður við hátíðlega athöfn. Félagsheimili Kópavogs tekið í notkun. Breiðablik tók þátt í byggingu hússins, ásamt öðrum félagasamtökum í bænum. Páll Ólafsson úr Ungmennafélagi Kjalnesinga kjörinn formaður UMSK. 1960 30. október var Æskulýðsfélagið Stjarnan í Garðahreppi stofnað. Íþróttahús við Kópavogsskóla tekið í notkun. Bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu karla haldin í fyrsta skipti. 1961 11. landsmót UMFÍ haldið á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar var í fyrsta skipti keppt í knatt9. landsmót UMFÍ haldið á Akureyri 2.–3. júlí 1955. 10. landsmót UMFÍ haldið á Þingvöllum 29.–30. júní 1957.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==