Aldarsaga UMSK 1922-2022

249 Búið spil? Í fyrri hluta bókarinnar er greint frá briddsáhuganum innan UMSK sem kviknaði eftir miðja síðustu öld og hélt velli fram á 8. áratuginn. Þessi briddsbylgja var bundin við Kjósverja, Kjalnesinga, Mosfellinga og Kópavogsbúa, innan Breiðabliks var stofnuð briddsdeild árið 1960. Haldin voru héraðsmót í bridds, oft í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellssveit. Stundum féllu þau niður vegna þátttökuleysis en ekki skorti áhugann árið 1971 því þá mættu þrjú félög til leiks, Breiðablik, Afturelding og Drengur, fjórar sveitir frá hverju félagi og auk þess var gestasveit úr Reykjavík. Á mótinu sigruðu Breiðabliksmenn þriðja sinn í röð og unnu til eignar bikar sem Páll Ólafsson í Brautarholti á Kjalarnesi og fyrrum formaður UMSK gaf árið 1968. Í febrúar–mars árið 1972 var haldin tvímenningskeppni UMSK í bridds í Félagsheimili Seltjarnarness. Auk fyrrgreindra ungmennafélaga mættu einnig til leiks briddsspilarar úr Gerplu og af Álftanesi. Sigurvegarar voru Hákon Þorkelsson og Ásgeir Bjarnason úr Dreng. Í mesta sumarhitanum var gott að kæla sig í Laugarvatninu. Sumir borðuðu ekkert nema ís Dagblaðið Tíminn birti þessa frásögn um landsmótið: „Þúsundir tjalda mynduðu umgerð um nýbyggt, glæsilegt íþróttasvæði, þar sem æskulýður landsins háði hundruðum saman drengilega keppni. Hraðbátar brunuðu um spegilslétt vatnið, þúsundir bifreiða þyrluðu rykmekki upp í tært loftið, þar sem flugvélar hnituðu hringi. Þarna voru verzlanir með nokkurra metra millibili, sjúkraskýli, lögreglustöðvar, útvarpsstöð, upplýsingaskrifstofur, þrír dansstaðir, matsölustaðir o.s.frv., raunar allt sem fjölmennur bær þarfnast. Þarna voru sólbrenndir Íslendingar og sólbrúnir útlendingar. Svartklæddir, sveittir lögregluþjónar og hvítklæddir, þreyttir læknanemar. Virðulegar konur á peysufötum og blómarósir á bikini. Strákar með bítlahár og sköllóttir karlar. Ungbörn með pela og eldri krakkar með kók. Hestar stóðu í haga, kindur á beit, og öll bílastæði full af gljáfægðum bílum. Gosdrykkjabirgðirnar gengu til þurrðar seinnipartinn á sunnudag og sumir borðuðu ekkert nema ís.“109 Spilin lögð á borðið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==