246 Veðrið var dásamlegt Eftir hádegi á sunnudeginum var mikil hátíðardagskrá og Sigurður Greipsson í Haukadal, formaður HSK flutti skörulega ræðu blaðalaust og tókst að hrífa áheyrendur með sönnum ungmennafélagsanda. Einnig var mikil fimleikasýning þar sem um 200 ungmenni hvaðanæva af landinu sýndu listir sínar. Stjórnendur voru Þórir Þorgeirsson og Mínerva Jónsdóttir, kennarar við Íþróttakennaraskólann. Ungmennafélag Hrunamanna flutti leikþáttinn „Að Áshildarmýri“ eftir séra Sigurð Einarsson í Holti. Sýningin fjallaði um þann atburð árið 1496 þegar Árnesingar söfnuðust saman að Áshildarmýri á Skeiðum til að mótmæla yfirgangi valdsmanna. Einnig flutti Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands, ávarp, hann ritaði um mótið í tímaritið Skinfaxa og sagði meðal annarra orða: „Það ljek allt í lyndi sunnudaginn 4. júlí, þegar ég var þar viðstaddur. Veðrið var dásamlegt, náttFimleikasýning á íþróttavellinum, héraðsskólinn í fjarska. Fimleikastúlkur ganga fylktu liði inn á íþróttavöllinn, fremstar í flokki eru Ragnheiður Stefánsdóttir og Sigríður Sæland. Þórir Þorgeirsson og Mínerva Jónsdóttir, kennarar við íþróttakennaraskólann á Laugarvatni, stjórnuðu fjölmennri fimleikasýningu á íþróttavellinum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==