Aldarsaga UMSK 1922-2022

245 færið notað til að efna til bíla- og búvélasýningar á mótssvæðinu. Hljómar eða Kátir félagar? Í huga margra skipar landsmótið á Laugarvatni sérstakan sess. Veðrið var unaðslegt og mótsandinn einstakur, ýmsar breytingar lágu í loftinu hjá æsku Íslands sem hafði eignast sína eigin tónlistarmenningu og í sögu landsmótanna segir frá því: „Einstaka töffari átti grammófón í bílnum og heyra mátti kanaútvarpið á stöku stað, hin erlendu menningaráhrif sem löngum hafði verið amast við á sambandsþingum voru í algleymingi. Tónlist Bítlanna, Rolling Stones og The Kinks hljómaði ráðsettari mönnum til ama. En forráðamenn mótsins fylgdust með tímanum og réðu vinsælustu unglingahljómsveit lands,ins til að leika fyrir dansi, sjálfa Hljóma. Annars þurfti Rúnar [Júlíusson] bassaleikari náttúrlega að koma hvort sem var því hann keppti í fótbolta.“103 Vikublaðið Fálkinn bætir við: „Svo klukkan rúmlega 10 hófst dansinn, þegar Hljómar komust loksins út úr bíl sínum, en það virtist ætla að ganga seint vegna fjölda aðdáenda, sem þyrptust þar í kring. Dansinn átti að standa til klukkan 12 en vegna fjölda áskorana og almennrar gleði var hann framlengdur til klukkan tæplega 1.“104 Framkoma gesta var til fyrirmyndar og ölvun lítil. Margt fullorðið fólk kunni þó ekki að meta tónlist Hljómanna á sama hátt og æskulýðurinn og kaus frekar gömlu dansana við undirleik Kátra félaga og Hljómsveitar Óskars Guðmundssonar. Sigurður Greipsson (1897–1985), íþróttafrömuður í Haukadal og formaður HSK, hélt ræðu á mótinu blaðalaust og blés gestum sönnum ungmennafélagsanda í brjóst. Sigurður var af aldamótakynslóðinni sem hóf merki framfarahyggju á loftm og hann starfrækti íþróttaskóla í Haukadal á árunum 1927–1970. Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands, flutti ávarp.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==