Aldarsaga UMSK 1922-2022

244 Starfsíþróttir Keppt var í átta starfsíþróttagreinum á mótinu. Jón Loftsson úr UMSK hafnaði í öðru sæti í gróðursetningu, þótt hann væri undir tilskildum keppnisaldri. Pétur Hjálmsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Kjalarnesþings, leiðbeindi keppendum úr UMSK í dráttarvélaakstri og búfjárdómum fyrir mótið. Í nautgripadómum kepptu Steinar Ólafsson úr Dreng og Halldór Einarsson úr Stjörnunni og komust báðir í úrslit. Steinar varð stigahæstur, hlaut 97 stig af 100 mögulegum. Á mótssvæðinu var útbúin rétt fyrir búfé og hringbraut fyrir dráttarvélaakstur; þangað mættu þrír keppendur úr UMSK en enginn þeirra komst í úrslit. Sigurvegari var 17 ára Þingeyingur, Vignir Valtýsson, sem átti eftir að sigra í þessari grein á landsmótum um árabil. Í keppninni var notast við Massey Ferguson 130 sem var nýkominn á markaðinn og þótti mikið þarfaþing. Miklar framfarir voru í búvélakosti landsmanna um þessar mundir og var tækiFrá keppninni í dráttarvélaakstri, dómnefndarmaður stendur uppi á vagninum og fylgist með. Rúnar Júlíusson var önnum kafinn alla landsmótshelgina. Hann lék með sigurliði Keflvíkinga í knattpyrnu og fyrir dansi með bítlahljómsveitinni Hljómum. Vinsældir hljómsveitarinnar voru gífurlegar; þetta sama ár sendi hún frá sér 45 snúninga hljómplötu með tveimur lögum eftir Gunnar Þórðarson: „Bláu augun þín“ og „Fyrsti kossinn“. Dansað á sýningarpallinum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==