Aldarsaga UMSK 1922-2022

243 handboltanum: „Það var mikil gleði hjá liðskonum í leikslok, svo og hjá Kjalnesingum þeim, sem mótið sóttu, og tóku þeir liðskonurnar og vörpuðu þeim hátt í loft upp. Þjálfari Kópavogsliðsins heitir Þórarinn Eyjólfsson, og sagðist hann hafa þjálfað liðið í mánuð fyrir mótið. Var hann að vonum ánægður með árangurinn, – þær eru góðar, stelpurnar, bætti hann við. Að lokum var rætt við Ester Jónsdóttur, eina úr liði Kópavogsbúa, og var hún spurð, hvað henni hefði fyrst dottið í hug, þegar hún var orðin sigurvegari. – Ja, ég veit ekki vel, en þetta er náttúrlega agalega gaman, sagði hún, og var greinilega öll í uppnámi.“102 Knattspyrnulið UMSK komst ekki upp úr undankeppninni, tapaði þar fyrir Keflvíkingum sem fóru alla leið í úrslitaleikinn á móti Strandamönnum. Suðurnesjamenn unnu leikinn með yfirburðum, 7:0. Í sigurliðinu voru meðal annarra bítlarnir Karl Hermannsson og Rúnar Júlíusson og einnig Guðni Kjartansson, síðar landsliðsþjálfari í knattspyrnu. Keppt var í búfjárdómum á landsmótinu. Á Laugarvatni var haldin bíla- og búvélasýning, eins og sjá má var Land-Rover öldin runnin upp á Íslandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==