Aldarsaga UMSK 1922-2022

242 mundsson og Sigurður Geirdal sem þá var formaður Breiðabliks og síðar framkvæmdastjóri UMFÍ. Sigurður keppti einnig í 400 m hlaupi, hljóp á 54,5 sek. og náði 3. sæti. Dröfn Guðmundsdóttir úr UMSK hampaði silfurverðlaunum í kringlukasti, kastaði 32,07 metra og Magnús Jakobsson var í 3. sæti í stangarstökki, hann stökk 3,30 metra. Þá lenti Þorsteinn Alfreðsson í 2. sæti í kringlukasti, kastaði 41,85 metra og Dónald Rader (síðar Jóhannesson) varð í 3. sæti í spjótkasti, hann kastaði 46,67 m, einum metra lengra en Magnús Þór Sigmundsson sem keppti fyrir Njarðvíkinga og varð síðar landsþekktur tónlistarmaður. UMSK lenti í 4. sæti í stigakeppninni í frjálsum íþróttum þar sem HSK sigraði með yfirburðum. Þrír boltar á lofti Körfuknattleikur karla fór fram utandyra, var það í fyrsta skipti að keppt var í körfu á landsmóti, hún var sýningargrein að þessu sinni. Heimamenn úr HSK sigruðu, mesta athygli Skarphéðinsmanna vakti 17 ára Laugvetningur, Ólafur Örn Haraldsson, síðar alþingismaður og pólfari.101 Kvennalið UMSK í handknattleik mætti vel undirbúið til leiks og voru stúlkurnar úr Breiðabliki og Stjörnunni. Aðeins þrjú lið tóku þátt í mótinu, frá UMSK, HSÞ og Ungmennafélagi Keflavíkur (UMFK), og bar UMSK sigur úr býtum. Búnaðarsamband Suðurlands gaf verðlaunin fyrir handknattleikinn. Vikublaðið Fálkinn birti 16 síðna myndafrásögn um landsmótið, höfundar voru Ragnar Lár, Sigurjón Jóhannsson og Vilmundur Gylfason, og þar segir um úrslitin í Sótt að UMSK-markinu í handknattleik þar sem leikið var á grasi. Körfuknattleikur var sýningargrein á mótinu, keppt var á sérsmíðuðum íþrótta- og sýningarpalli. Heimamenn úr HSK báru sigur úr býtum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==