Aldarsaga UMSK 1922-2022

241 Góð frammistaða í frjálsum 22 frjálsíþróttamenn úr UMSK kepptu á landsmótinu og komust 14 þeirra í úrslit. Þórður Guðmundsson sigraði í 1500 metra hlaupi eftir spennandi keppni við Þingeyinginn Halldór Jóhannesson. Tími Þórðar var 4:15,2 mín., löngu síðar sagði hann í viðtali: „Halldór tók forystuna snemma. Ég hengdi mig í hann og reyndi að hleypa honum ekki mjög langt á undan. Þegar bjallan glumdi fyrir síðasta hringinn var útlitið þó farið að dökkna því Halldór var kominn út í beygjuna um 20 metrum á undan mér. Ég leit aftur fyrir mig og sá að þeir næstu voru nokkuð langt undan. Þá kom Hörður Ingólfsson og kallaði í mig, sagði að Halldór væri sprunginn og hvatti mig áfram. Ég dró jafnt og þétt á hann. Það var nokkur strekkingur á móti á beinu brautinni fjær og ég held að Halldór hafi gert þau mistök að reyna að hrista mig af sér þar. Í seinni beygjunni var hann alveg búinn, ég fór fram úr honum og átti greiða leið undan strekkingnum í markið.“100 Þórður lenti í 3. sæti í 5000 m hlaupi, hljóp á 16:38,4 mín. Hlaupið fór fram á sunnudeginum í leikhléi úrslitaleiksins í knattspyrnu. Þá stóð „hitabylgjan“ sem hæst, það var logn og 24 stiga hiti, þrír hlauparanna urðu örmagna vegna hitans og hættu keppni en Marinó Eggertsson frá Kópaskeri lét ekki hitann slá sig út af laginu og sigraði. Sveit UMSK sigraði í 1000 metra boðhlaupi, hljóp á 2:06,6 mín. sem var landsmótsmet. Í sveitinni voru bræðurnir Hörður og Ingólfur Ingólfssynir, Þórður GuðÞórður Guðmundsson fremstur í 5000 m hlaupi á landsmótinu. Þórður varð þriðji í mark en Marinó Eggertsson (nr. 262 á myndinni) sigraði; hann var að keppa í fyrsta skipti í 5000 m hlaupi. Handknattleikslið UMSK sigraði glæsilega á landsmótinu en leikirnir fóru fram utandyra. Í fremri röð eru, talið frá vinstri: Guðrún Bjarnadóttir, Álfhildur Hjörleifsdóttir, Edda Halldórsdóttir og Inga Hafsteinsdóttir. Í aftari röð eru, talið frá vinstri: Heiður Gunnarsdóttir, Sigrún Ingólfsdóttir, Arndís Björnsdóttir, Guðbjörg Hjörleifsdóttir, Arndís Sigurðardóttir og Ester Jónsdóttir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==