Aldarsaga UMSK 1922-2022

24 eignarhlut í húsinu og var þar með sérstakt fundarherbergi fyrir starfsemi sína. 1952 19. apríl hófst rekstur Íslenskra getrauna, í fyrstu voru einkum sænskir og danskir knattspyrnuleikir á getraunaseðlunum en síðar kom enska knattspyrnan til sögunnar. Starfseminni var hætt árið 1956 en hún var endurvakin 13 árum síðar. UMSK hélt upp á 30 ára afmæli sitt. Aðildarfélögin voru fimm talsins og félagsmenn 465. 8. landsmót UMFÍ haldið á Eiðum 5.–6. júlí. Þar var í fyrsta skipti keppt í starfsíþróttum á landsmóti. 20 keppendur frá UMSK tóku þátt í mótinu og náðu góðum árangri, mótsgestir voru á fjórða þúsund. Að kvöldi fyrri dagsins var almennur ungmennafélagsfundur þar sem umræðuefnið var „menningarmál sveitanna“. Íþróttakeppni milli UMSK og Suðurnesjamanna, einnig árið 1953. Íþróttakeppni milli UMSK og Akureyringa, einnig árið 1953. 1953 Fyrsta héraðsmót UMSK í starfsíþróttum haldið. Áhugi á starfsíþróttum jókst eftir að Stefán Ólafur Jónsson hafði kynnt sér þær í Noregi og kynnti þær síðan fyrir íslenskum ungmennafélögum, til dæmis dráttarvélaakstur, línstrok og búfjárdóma. Á 30. þingi UMSK var rætt um bingóspil sem þá var nýtt af nálinni á Íslandi. Töldu einstakir þingfulltrúar það að sumu leyti hættulegt en samþykkt var að aðildarfélögum UMSK væri heimilt að spila bingó tímabundið til reynslu.8 1954 Hreppsnefnd Kópavogshrepps samþykkir að veita fé til að reisa búningsklefa með sturtu og salerni við Vallargerðisvöll í Kópavogi. Á þessu ári voru aðildarfélög UMSK fimm talsins úr jafnmörgum hreppsfélögum: Ungmennafélagið Drengur í Kjósarhreppi, Ungmennafélag Kjalnesinga í Kjalarneshreppi, Ungmennafélagið Afturelding í Mosfellshreppi, Ungmennafélagið Breiðalik í Kópavogshreppi og Ungmennafélag Bessastaðahrepps í Bessastaðahreppi. Félagsmenn voru samtals 374 í þessum félögum.9 „HÉRAÐSMÓT UMS. KJALARNESÞINGS var haldið á Leirvogstungubökkum í Mosfellssveit sunnudaginn 25. ágúst. … Mótið var fremur langdregið, enda var einnig keppt í starfsíþróttum, og fóru þessar tvær tegundir íþrótta ekki sem bezt saman.“10 „KEPPNI DRENGS OG AFTURELDINGAR. Mót þetta var í fyrsta sinn haldið fyrir 35 árum, 1918, á Mógilsáreyrum við Kollafjörð. Hafa fá mót hér á landi verið haldin reglulega jafnlengi. Keppt var um óvenjulegan verðlaunagrip, haglega gerðan kassa, en í kassanum er bók, og í hann eru skráð úrslit allra þessara móta, allt frá upphafi 1918. … Það félag, sem vinnur hverju sinni, geymir kassann til næsta móts og svo koll af kolli.“11 1955 Hinn 11. maí fékk Kópavogur kaupstaðarréttindi. 9. landsmót UMFÍ haldið á Akureyri 2.–3. júlí. Tæplega 30 þátttakendur voru frá UMSK, þeir kepptu í handknattleik, frjálsum íþróttum og starfsíþróttum. Á landsmótinu flutti Davíð Stefánsson kvæði sem hann orti í tilefni af mótinu. UMSK, Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) og Suðurnesjamenn efna til keppni í frjálsum íþróttum. Síðar bættust Eyfirðingar við. 1956 11. febrúar skipulagði Ungmennafélagið Afturelding mikla blysför að Gljúfrasteini í Mosfellsdal til að hylla nóbelsskáldið nýja, Halldór Kiljan Laxness. Fyrstu héraðsmót UMSK í knattspyrnu og skák haldin. Ármann Pétursson kjörinn formaður UMSK, hann hafði áður gegnt formennsku í Ungmennafélagi Bessastaðahrepps (UMFB). 8. landsmót UMFÍ haldið á Eiðum 5.–6. júlí 1952.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==