Aldarsaga UMSK 1922-2022

239 merkið U.M.S.K. að aftan.“96 Úlfar upplýsti í viðtali árið 2018 hvers vegna þessir litir urðu fyrir valinu: „Ég valdi litina á búningana, svartar buxur og rauða treyju“, segir hann, „þetta voru einfaldlega eftirlætislitirnir mínir. Ég var mjög stoltur yfir þessum búningi, fannst hann hafa heppnast einstaklega vel, hann festist fljótt í sessi, ég get ekki annað en verið ánægður með það.“97 Hvernig er spáin? Mikil eftirvænting lá í loftinu hjá ungmennafélögum um allt land fyrir landsmótið og mótshaldarar kepptust við undirbúninginn á Laugarvatni. Settir voru upp vegavinnuskúrar fyrir veitingasölu, veitingatjöld og náðhús risu, margar hendur unnu létt verk en þegar nær dró setningardegi spratt fram hin sígilda spurning: Hvernig verður veðrið um helgina? Síðustu dagana fyrir mótið hellirigndi svo fólki leist mátulega á blikuna. Vatn safnaðist á nýju hlaupabrautirnar og gripið var til þess ráðs að vopnast kústum og sópa burt mesta vatninu. Þetta leit engan veginn vel út. En á síðustu stundu breyttu veðurguðirnir um kúrs svo lengi var í minnum haft. Á föstudagskvöldinu brast á með blíðskaparveðri sem varaði alla helgina, fólk flykktist á mótsstaðinn, þar reis mikil tjaldborg sem teygði sig upp í hlíðar Laugarvatnsfjalls og niður að vatninu en tjaldbúðir keppenda voru fyrir neðan íþróttavöllinn. Ónefndur Þingeyingur fann sér náttstað við brjóstmynd Jónasar frá Hriflu ofan við þorpið, sló þar upp tjaldi sínu og svaf vært undir vökulu auga sýslunga síns en þegar dagur rann var honum vísað á brott.98 Ólafur Ketilsson (1903–1999) ók sérleyfisrútu milli Reykjavíkur og Laugarvatns um áratugaskeið og hafði í nógu að snúast í rútuakstri kringum landsmótið. Á Laugarvatni er minnisvarði um Jónas Jónsson frá Hriflu en hann var mikill velunnari staðarins. Hér sést hvar brjóstmynd hans horfir yfir mótssvæðið, Jónas var lítt hrifinn af þeirri hugmynd að byggja „pokalaug“ á Laugarvatni og rifjaði upp svonefnt pokamál frá landsmótinu í Hveragerði árið 1949 þegar ölvuðum mönnum var stungið í poka.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==