Aldarsaga UMSK 1922-2022

238 mikið mót sem landsmótin voru jafnan. Til staðar var malarvöllur fyrir knattspyrnu, lítill íþróttasalur og enn minni innilaug, ljóst var að byggja þyrfti nýjan frjálsíþróttavöll og bæta úr sundlaugarskortinum, bæði fljótt og vel. Ráðist var í gerð frjálsíþróttavallar með hlaupabrautum og 600 fermetra sýninga- og íþróttapallur var smíðaður á mótssvæðinu. Í fyrstu var fyrirhugað að hlaða torflaug í brekkurótunum sunnan við héraðsskólann en niðurstaðan varð sú að smíða bráðabirgðalaug með því að strengja danskan plastdúk innan á öfluga trégrind. Laugin var 25 x 10 metrar að stærð og 1,10 m að dýpt. Jónas Jónsson frá Hriflu, sá mikli velunnari Laugarvatns, var andvígur þessari ráðagerð og vildi að ný framtíðarlaug yrði byggð á staðnum. Ritaði hann fimm blaðagreinar um málið þar sem hann rifjaði meðal annars upp að á landsmóti UMFÍ í Hveragerði árið 1949 hefðu ölvaðir menn verið vistaðir í poka en á Laugarvatni ætti hinsvegar að synda í poka. En laugin reyndist vel og var kölluð Pokalaugin eða jafnvel Pokinn, dúkurinn var notaður aftur á landsmótinu á Eiðum þremur árum síðar en síðan keyptu Garðbæingar laugina og notuðu hana í rúm 20 ár eins og fyrr er getið. Í sundkeppninni voru Keflvíkingar og Skarphéðinsmenn sigursælir, til dæmis Davíð Valgarðsson úr UMFK og Ingunn Guðmundsdóttir úr HSK. Á félagssvæði UMSK hafði aðstöðuleysi hamlað stórstígum framförum í sundi og sundfólk þaðan komst ekki á spjöld landsmótssögunnar að þessu sinni. Það átti eftir að breytast. Búningur og undirbúningur Á fyrri hluta ársins 1965 var undirbúningur fyrir landsmótið aðalverkefni UMSK og var mesta áherslan lögð á starfsíþróttir, handknattleik kvenna og frjálsar íþróttir. Héraðsmót sambandsins í frjálsum íþróttum fór fram 19.–20. júní á Varmárvelli í hagstæðu veðri og var það jafnframt úrtökumót fyrir landsmótið. Mótsstjórar voru Pálmi Gíslason, sem þá var formaður íþróttadeildar Breiðabliks, og Eyjólfur Magnússon, íþróttakennari í Mosfellssveit og formaður Aftureldingar. Þátttakendur voru frá Aftureldingu, Breiðabliki, Stjörnunni og Ungmennafélagi Bessastaðahrepps. Úlfar Ármannsson, sem þá var formaður UMSK, segir að undirbúningurinn fyrir landsmótið hafi verið mjög viðamikill: „Það var í ótal horn að líta, sambandið hafði engan framkvæmdastjóra svo starfið lenti mikið á stjórnarmönnum, ekki síst á mér sem formanni. Það þurfti til dæmis að ráða þjálfara, velja keppendur og æfa upp handboltalið kvenna.“95 Búningamálin voru eitt af því sem héraðssambandið þurfti að taka ákvörðun um. Á landsmótinu á Laugum árið 1961 höfðu liðsmenn UMSK íklæðst félagsbúningi Breiðabliks, enda átti UMSK engan sambandsbúning, en fyrir landsmótið á Laugarvatni var ákveðið að taka upp slíkan búning. Frá því segir í ársskýrslu: „Litur búningsins er rauð blússa og svartar buxur. Blússan er með svörtum stöfum. Fengum við þennan búning síðan lögleiddan hjá umfí eftir Landsmótið. Ætluðumst við til að allir innan sambandsins notuðu þennan búning þegar þeir kepptu. Væru þeir þá þannig merktir að félagsmerkið væri framan á búningnum vinstra megin en sambandsUMSK-fólk keppti fyrst í rauðum og svörtum búningum á Laugarvatnsmótinu. Hér má sjá fjórar UMSK-stúlkur á landsmóti UMFÍ í Mosfellsbæ aldarfjórðungi síðar, rauði og svarti búningurinn er enn til staðar en röndum hefur verið bætt við upphaflega búninginn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==