237 Kjósarhreppur Fram eftir 20. öld bjó Ungmennafélagið Drengur í Kjós við frumstæðar vallaraðstæður líkt og víða tíðkaðist í sveitum landsins. Frjálsar íþróttir og knattspyrna áttu mestu fylgi að fagna, sumarið var tíminn fyrir slíkar íþróttagreinar og notast við valllendi, tún og áreyrar, bæði til æfinga og keppni. Reynivellir voru lengi miðþyngdarstaður sveitarinnar, þar var sóknarkirkja og prestsetur og einnig þinghús sem hægt var að nýta fyrir minni samkomur. Í fyrri hluta bókarinnar er greint frá byggingu félagsheimilisins Félagsgarðs skammt frá Laxá sem var fullbúinn árið 1946, húsið var notað fyrir íþróttakennslu en nemendur sóttu löngum sundkennslu í Varmárlaug í Mosfellssveit. Árið 1957 var íþróttavöllur tekinn í notkun við Félagsgarð og 12 árum síðar voru gerðar endurbætur á vellinum.94 Hann varð aldrei fullgildur keppnisvöllur fyrir frjálsar íþróttir og knattspyrnu en var þó lengi notaður sem slíkur af heimafólki. Nánar er fjallað um þann þátt síðar í bókinni, í kaflanum um frjálsar íþróttir. Fyrsti hitabylgjukossinn Landsmót UMFÍ á Laugarvatni 3.–4. júlí 1965 Leiðin liggur til Laugarvatns Oftast hafa liðið þrjú ár á milli landsmóta UMFÍ, á því hafa þó verið undantekningar af ýmsum ástæðum. Eftir vel heppnað landsmót á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu árið 1961 var ætlunin að halda næsta mót þremur árum síðar. Kastljósið beindist að Suðurlandi og stjórn HSK samþykkti að halda 12. landsmót UMFÍ á Laugarvatni, þó ekki árið 1964 heldur 1965. Formaður landsmótsnefndar var Stefán Jasonarson, bóndi í Vorsabæ í Flóa, sem hafði unnið vegleysuhlaupið á landsmóti UMFÍ í Haukadal, réttum aldarfjórðungi fyrr. Hafsteinn Þorvaldsson var framkvæmdastjóri mótsins, Ragnar Lár teiknaði merki þess sem sýndi svan á flugi og fjórar húsburstir sem vísuðu til byggingarlags héraðsskólans á staðnum. Ragnar var Mosfellingur að uppruna sem hafði á yngri árum tekið þátt í íþróttastarfi innan Aftureldingar og keppti þá meðal annars í stangarstökki. Bræður hans, Halldór og Tómas Lárussynir, voru fjölhæfir íþróttagarpar og keppnismenn. Á Laugarvatni var nauðsynlegt að taka rækilega til hendinni og byggja upp íþróttaaðstöðu fyrir svo viðaHafsteinn Þorvaldsson var mótstjóri á Laugarvatni, fjórum árum síðar var hann kjörinn formaður UMFÍ. Keppnislaugin var sett upp til bráðabirgða og gerð úr plastdúk sem var strengdur innan á trégrind. Laugin var notuð aftur á landsmótinu á Eiðum árið 1968 og síðan í Garðabæ um 20 ára skeið. Ragnar Lár teiknaði merki mótsins.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==