Aldarsaga UMSK 1922-2022

235 ans þyrfti að byggja nýja sundlaug í stækkandi bæjarfélagi. Spunnust um það nokkrar deilur hvort laugin skyldi rísa á Varmársvæðinu eða á svonefndu Vestursvæði, í þeim bæjarhluta sem er næstur Reykjavík. Síðarnefndi kosturinn varð niðurstaðan og þar reis einnig nýr grunnskóli, sem hlaut nafnið Lágafellsskóli. Lágafellslaug er 25 m löng, þar eru einnig heitir pottar, eimbað, vaðlaug og þrjár rennibrautir með lendingarlaug. Innandyra er 16 m löng kennslulaug með stillanlegum botni. Laugin er hluti af íþróttamiðstöðinni Lágafelli, þar er einnig íþróttasalur og líkamsræktarstöðin World Class. Kjalarneshreppur Kléberg og Fólkvangur Þegar Ungmennafélag Kjalnesinga var stofnað árið 1938 hafði skólahald verið í Klébergsskóla í tæp tíu ár og áður en það hús kom til sögunnar sóttu börn farskóla á ýmsum bæjum sveitarfélagsins. Kléberg markaði tímaLágafellslaug kom til sögunnar árið 2007. mót í skóla- og félagasögu Kjalarneshrepps. Íþróttafélagið Stefnir, sem starfaði á Kjalarnesi um skeið, lagði hönd á plóg við byggingu skólahússins og síðar vann Ungmennafélag Kjalnesinga við skólalóðina og viðhald á henni, keypti einnig „grammófón“ til að nota á dansleikjum.91 Á Klébergi voru börn í heimavist allt til ársins 1973, skólahúsið var einnig notað sem samkomuhús og þar fengu ungmennafélagar aðstöðu fyrir starfsemi sína, smíðuðu meðal annars leiksvið sem notað var við leiksýningar. Hestamannafélagið Hörður hélt einnig fundi sína í húsinu. Á 6. áratugnum voru sett upp leiktæki og boltamörk við skólann en eiginleg íþróttaaðstaða var þá ekki fyrir hendi í sveitarfélaginu, hvorki innan dyra né utan. Steinsnar frá Klébergsskóla var félagsheimilið Fólkvangur byggt á 7. áratugnum. Það var notað til íþróttakennslu sem íþróttakennarar úr Mosfellssveit sinntu á þeim árum. Kjalnesingar sóttu sundtíma í Varmárlaug en einnig hélt Ungmennafélag Kjalnesinga uppi íþróttastarfi á heimavelli. Íþróttamannvirkin við Kléberg á Kjalarnesi, horft er í átt til Esjunnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==