Aldarsaga UMSK 1922-2022

234 Páll Aðalsteinsson var ráðinn fyrsti forstöðumaður íþróttahússins en hann hafði áður gegnt formennsku í Aftureldingu og var formaður UMSK 1975–1980. Íþróttahúsið markaði tímamót í sögu Mosfellshrepps, fyrsta íþróttahús sveitarfélagsins var risið og aðstaðan til íþróttakennslu, æfinga og keppni gjörbreyttist á einum degi. Handknattleikur og frjálsar íþróttir voru mjög vinsælar greinar í nýja húsinu, einnig knattspyrna, körfuknattleikur, blak og badminton. Árið 1998 var nýtt og stærra íþróttahús byggt á Varmársvæðinu og er jöfnum höndum notað til kennslu, æfinga og keppni í vaxandi sveitarfélagi. Á nýrri öld var íþróttahúsið stækkað enn frekar því að haustið 2014 var salur fyrir fimleika og bardagaíþróttir tekinn í notkun á Varmá. Varmárvöllur hinn nýi 1989 Íþróttahúsið að Varmá og Varmárlaug leystu úr miklum skorti á íþróttamannvirkjum í Mosfellssveit en enn var þó vallarvandinn utan dyra óleystur sem bitnaði mest á iðkun frjálsra íþrótta og knattspyrnu. Eftir að ákveðið var að halda landsmót UMFÍ að Varmá árið 1990 hófst uppbygging nýs Varmárvallar en þar hafði áður verið æfingabraut fyrir hestamenn. Völlurinn var vígður árið 1989 sem gjörbreytti aðstöðunni utandyra. Gerviefni var í hlaupabrautum og næstu áratugina var besta frjálsíþróttaaðstaða landsins á Varmá. Íþróttamiðstöðin Lágafell – 2007 Mosfellshreppur fékk kaupstaðarréttindi árið 1987 og hlaut nafnið Mosfellsbær. Varmárlaug var þá eina opinbera sundlaug sveitarfélagsins en ljóst að í fyllingu tímVarmárvöllur hinn nýi var vígður árið 1989. Knatthúsið Fellið – 2019 Á Varmá eru tveir knattspyrnuvellir ásamt knatthúsi sem heitir Fellið. Húsið var vígt árið 2019, völlurinn þar er 65 x 43,5 metrar að stærð. Efnt var til opinnar samkeppni um nafn hússins, 135 tillögur bárust og dómnefnd valdi nafnið Fellið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==