Aldarsaga UMSK 1922-2022

233 Íþróttahúsið á Varmá var byggt á árunum 1975–1977, Gísli Halldórsson arkitekt teiknaði bygginguna, Hreinn Þorvaldsson var byggingarstjóri og Jón M. Guðmundsson var lengst af formaður byggingarnefndar. Hann hafði á árum áður gert garðinn frægan sem íþróttamaður með Aftureldingu og UMSK, var meðal annars í sigurliði UMSK á landsmótinu í Haukadal árið 1940. Hafsteinn Pálsson, síðar formaður UMSK, sat í byggingarnefnd hússins og segir: „Afturelding lagði fram mjög mikla sjálfboðavinnu við bygginguna, til dæmis vörubílaeigendur sem óku efni óspart í grunninn. Félagið byggði einnig einbýlishús við Arnartanga, mest í sjálfboðavinnu, það var síðan selt fokhelt og fjármunirnir gengu til byggingar íþróttahússins. Það var mikið baráttumál að fá löglegan handboltavöll í húsið en ekki 18 x 33 metra völl. Ríkisvaldið þurfti einnig að samþykkja húsið og stærð þess og það var mikill sigur þegar lögleg stærð náðist í gegn.“90 Íþróttahúsið á Varmá var vígt 4. desember 1977 við hátíðlega athöfn og að viðstöddum um 500 gestum. Íþróttasalurinn er 22,5 x 45 metrar að stærð og var þá með þeim stærri hérlendis, auk þess var áhorfendasvæði í húsinu. Fullbyggt var húsið 1290 fermetrar að stærð, byggt úr strengjasteypu og kostaði um 100 milljónir króna sem skiptust þannig: Framlag úr ríkissjóði: Um 28 milljónir króna. Framlag Mosfellshrepps: 69 milljónir króna. Frá einstaklingum og félögum, einkum Aftureldingu: Um þrjár milljónir króna. Gervigrasvöllur á Varmá með Helgafell og Reykjafell í baksýn. Leikfimiæfing í íþróttahúsinu að Varmá.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==