Aldarsaga UMSK 1922-2022

232 leg keppnislaug var til staðar í Kópavogi. Varmárlaug er enn í fullri notkun sem kennslu- og almenningslaug. Íþróttahús að Varmá – 1977 og 1998 Árið 1977 bjuggu á þriðja þúsund manns í Mosfellshreppi og hafði íbúum fjölgað mjög árin á undan.88 Litli íþrótta- og samkomusalurinn í Brúarlandshúsinu var ekki nýttur lengur, félagsheimilið Hlégarður var notað til íþróttakennslu um skeið og íþróttafólk sótti æfingar út fyrir sveitarfélagið, í Kópavog, Árbæ og jafnvel út á Seltjarnarnes. Þörfin fyrir nútímalegt íþróttahús í Mosfellshreppi var orðin afar brýn. Varmárlaug og íþróttahúsin á Varmá. Horft er í áttina að Mosfelli, Skálafelli og Helgafelli. Viðbygging íþróttahússins á Varmá frá árinu 1998. Kuldaleg vígsla Þegar íþróttahúsið á Varmá var vígt á aðventunni 1977 fjölmenntu nemendur úr Varmárskóla í salinn. Einn þeirra var Fríða Rún Þórðardóttir, síðar afrekskona í hlaupum, hún rifjaði upp þessa stund í viðtali árið 2009: „Þá var ég sjö ára og sat á gólfinu í bláum leikfimibol og var að drepast úr kulda á meðan vígslan fór fram! Þá fannst mér þetta vera stærsti íþróttasalur í heimi en í dag þykir mér hann lítill og notalegur þegar ég horfi á þriggja ára frænku mín að sýna fimleika í salnum!“89

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==