Aldarsaga UMSK 1922-2022

231 í Brúarlandi. En enn var engin sundlaug í eigu Mosfellshrepps og ekki hægt að treysta á laugina við Álafossverksmiðjuna til frambúðar. Sveitarstjórn tók ákvörðun um byggingu sundlaugar á Varmá, örskammt frá skólanum og vellinum. Varmárlaug var vígð á þjóðhátíðardaginn árið 1964 og þreytti Klara Klængsdóttir kennari vígslusundið. Þetta var stór dagur í sögu sveitarfélagsins og í fyrsta skipti sem þjóðhátíðarhöld fóru fram í Mosfellssveit. Nýstofnuð drengjalúðrasveit undir stjórn Birgis D. Sveinssonar lék við hátíðarhöldin, í fyrsta skipti á heimavelli. Loksins höfðu Mosfellingar eignast sundlaug og næstu árin fóru þjóðhátíðarhöldin að hluta til fram við Varmárlaug. Hún er 25 x 8 metrar að stærð og varð mikil lyftistöng fyrir sundiðkun Mosfellinga, sundfólk úr Breiðabliki æfði þar einnig á meðan engin lögKlara Klængsdóttir kennari stígur upp úr Varmárlaug að loknu vígslusundinu 17. júní 1964. Jón M. Guðmundsson, oddviti Mosfellshrepps, tekur á móti henni og lengst til hægri er Eyjólfur Magnússon kennari sem var formaður Aftureldingar um skeið. Varmárlaug og fyrsta íþróttahúsið á Varmársvæðinu. Mannvirkin voru tengd saman með milligangi sem sést vel á myndinni. Jón M. Guðmundsson, oddviti Mosfellshrepps, tók fyrstu skóflustunguna að íþróttahúsinu á Varmá. Skóflan er varðveitt uppi á vegg í íþróttahúsinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==