Aldarsaga UMSK 1922-2022

230 vinsældanna: Handknattleikur kvenna, knattspyrna karla og frjálsar íþróttir karla og kvenna. Sundiðkun Mosfellinga átti sér sína sögu, ylvolg Varmáin streymdi í gegnum sveitina og hægt að nýta hana til sunds, ekki síst ofan við stífluna hjá ullarverksmiðjunni á Álafossi þar sem hún var svo djúp að hægt var að æfa þar dýfingar. Auk þess var lengi innilaug á Álafossi. Þess voru einnig dæmi að keppt væri í sundi í Kollafirði á Kjalarnesi og Hafravatni í sunnanverðri Mosfellssveit.85 Stór íþróttamannvirki í opinberri eigu komu ekki til sögunnar í Mosfellssveit fyrr en á síðari hluta 20. aldar eins og hér verður rakið. Varmárvöllur hinn fyrsti – 1959 Tungubakkar í Leiruvogi nýttust vel sem íþróttavöllur yfir sumarmánuðina en þar kom að horfa þurfti til annarra átta fyrir íþróttaaðstöðu utanhúss. Þá var litið til Varmársvæðisins sem var vel í sveit sett og í góðu vegasambandi. Varmá er nafn á fornri bújörð sem var um skeið í eigu Viðeyjarklausturs og síðar Danakonungs, þar var kirkja í um 200 ár og búskapur fram til um 1930 þegar bærinn fór endanlega í eyði. Árið 1943 keypti Mosfellshreppur jörðina af Thor Jensen og smám saman var hugað að Varmársvæðinu sem framtíðarsvæði fyrir skóla- og íþróttamannvirki. Fyrsta mannvirkið á Varmársvæðinu var malarborinn knattspyrnuvöllur, þar var einnig stökkgryfja en völlurinn reis þó aldrei undir nafni sem fullgildur frjálsíþróttavöllur. Varmárvöllur var vígður 12. júní 1959 og var vígsluleikurinn á milli Aftureldingar og Breiðabliks í knattspyrnu karla. Sigurður Skarphéðinsson var meðal liðsmanna Aftureldingar, hann var formaður félagsins á árunum 1961–1964 og var spurður um þessi vallarmál árið 2018: „Varmárvöllur var mannanna verk sem tókst ekki sem best. Þetta var malarvöllur, þarna var hægt að stunda knattspyrnu og frjálsar íþróttir. En völlurinn var blautur á kafla og oft illfær og ónothæfur, við grófum í kringum hann til að freista þess að þurrka hann upp og þökulögðum svæðið kringum völlinn. Svo fengum við búningsaðstöðu í sundlaugarkjallaranum í Varmárlaug sem kom til sögunnar árið 1964.“86 Tungubakkar – 8. áratugur Á 7. og 8. áratugnum var þess ítrekað freistað að koma Varmárvelli í nothæft horf en það gekk ekki sem skyldi. Á sama tíma fór Mosfellingum fjölgandi, innan Aftureldingar voru stofnaðar íþróttadeildir og vaxandi þörf á þokkalegum íþróttavelli. Hafsteinn Pálsson, sem var fyrsti formaður knattspyrnudeildar Aftureldingar, segir í viðtali: „Vallarmálin leystust að hluta til þegar leyfi fékkst hjá landeiganda í Leirvogstungu árið 1973 til að nota Tungubakkana á ný yfir sumarmánuðina. Þarna var engin búningsaðstaða en þetta var gott svæði frá náttúrunnar hendi þótt völlurinn væri ekki nógu sléttur. Þá stóðu yfir framkvæmdir við Vesturlandsveginn þarna skammt frá, ég fékk lánaðan valtara og traktor hjá verktakanum og var heilt kvöld að valta völlinn. Eftir það varð hann býsna góður, þessi völtun dugði í mörg ár.“87 Þar kom að Mosfellsbær keypti Tungubakkana árið 1980 og leigði Aftureldingu þá með ákveðnum skilyrðum. Aðstaðan hefur verið bætt verulega síðustu áratugina, þar er núna aðalæfinga- og keppnissvæðið fyrir knattspyrnu á sumrin, ásamt Varmársvæðinu. Varmárlaug – 1964 Fyrsta byggingin sem reis á Varmársvæðinu var skólahús sem fékk nafnið Varmárskóli og var tekið í notkun árið 1962, næstu árin fór kennsla bæði fram í Varmárskóla og Horft yfir Varmársvæðið árið 1963, í áttina að Álafossi og Reykjalundi. Uppsteypu Varmárlaugar er lokið og fjær er Varmárvöllur sem var tekinn í notkun árið 1959.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==