229 Brúarlandshúsið til vinstri á myndinni var reist á 3. tugi síðustu aldar sem skólahús og félagsheimili. Ungmennafélagar úr Aftureldingu grófu húsgrunninn á bjartri sumarnóttu, samkomusalurinn á neðstu hæð hússins var notaður jafnt fyrir leikfimikennslu, leiksýningar, íþróttaæfingar, fundi og dansleiki. Fjær til hægri er verksmiðjuhverfið á Álafossi, þar var innisundlaug og einnig var synt í ylvolgri Varmánni ofan við stíflu við ullarverksmiðjuna. Mynd: Héraðsskjalasafn Árnesinga. Blaðaauglýsing um vígsluleik Varmárvallar sumarið 1959. Sætaferðir á leikinn voru frá Bifreiðastöð Íslands (BSÍ) í Reykjavík. Við Varmárvöll var lítil skúrbygging sem var í senn búningsklefi og áhaldageymsla. Hér má sjá mosfellska knattspyrnumenn fá sér hressingu að lokinni æfingu á 7. áratugnum. Sitjandi frá vinstri eru Birgir D. Sveinsson, Tómas Lárusson og Halldór Lárusson. Standandi frá vinstri eru: Stefán Valdimarsson, Ragnar Haraldsson, Óskar Sigurbergsson, Tómas Sturlaugsson, Hreinn Þorvaldsson, Hannes Jónsson, Hreinn Ólafsson og Jón M. Guðmundsson.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==