Aldarsaga UMSK 1922-2022

228 þar var fyrsta innanhússmót UMSK í frjálsum íþróttum haldið 18. apríl 1969.84 Byggingin stuðlaði að því að handknattleikur, knattspyrna og körfuknattleikur urðu vinsælar greinar á Nesinu en hinsvegar skorti aðstöðu utandyra fyrir frjálsar íþróttir og knattspyrnu. Íþróttahúsið nýttist einnig til fjáröflunar hjá Gróttu því að árið 1979 var safnað fé með því að mála auglýsingaskilti sem sett voru upp í húsinu. Stöðug uppbygging Síðustu áratugina hefur verið stöðug uppbygging íþróttamannvirkja í Seltjarnarnesbæ. Árið 1989 var nýtt íþróttahús tekið þar í notkun, þar var meðal annars fimleikagryfja, sú fyrsta á Íslandi. Um það leyti áttu fimleikar miklu fylgi að fagna á Seltjarnarnesi, fimleikaæfingar voru einnig í hinu sögufræga Ísbjarnarhúsi en árið 1999 var sérstakur fimleikasalur tekinn í notkun í íþróttahúsi Seltjarnarness. Í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness við Suðurströnd 8 eru þrír stórir íþróttasalir, einn af þeim er fimleikasalur, þar að auki eru þrír minni speglasalir sem eru meðal annars notaðir fyrir balletkennslu og jóga. Auk þess er gervigrasvöllur og sundlaug við íþróttamiðstöðina. Íþróttafélagið Grótta er langstærsta íþróttafélagið á Nesinu. Frá og með 1. september 2016 sér félagið um reksturinn á íþróttamiðstöðinni og hefur þar skrifstofu- og félagsaðstöðu, en félagið hafði lengi sóst eftir því að taka reksturinn að sér. Innan Gróttu starfa fjórar deildir: knattspyrnudeild, handknattleiksdeild, fimleikadeild og kraftlyftingadeild sem var stofnuð árið 2011. Margt landsliðsfólk hefur komið frá Gróttu undanfarin ár en auk Gróttu eru eftirtalin íþróttafélög á Seltjarnarnesi með aðild að UMSK: Nesklúbburinn, stofnaður 1969. Skylmingafélag Seltjarnarness, stofnað 2003. Rugbyfélagið Stormur, stofnað 2010. Knattspyrnufélagið Kría, stofnað 2014. Mosfellssveit Langt fram eftir 20. öld var Ungmennafélagið Afturelding eina íþróttafélagið í Mosfellssveit. Þar áttu frjálsar íþróttir miklu fylgi að fagna og voru einkum iðkaðar á sumrin við frekar frumstæðar aðstæður. Glíma og leikfimi voru einnig á dagskrá og æft meðal annars í Brúarlandi sem var byggt sem skóla- og félagsheimili. Um miðbik aldarinnar rann upp mikið blómaskeið innan Aftureldingar eins og rakið er í fyrri hluta bókarinnar. Handknattleikur var stundaður í Hálogalandi í Reykjavík á veturna en á sumrin var æft á Tungubökkum í landi Leirvogstungu, sem þrjár íþróttagreinar nutu mestu „Íslandi allt“ – þetta kjörorð ungmennafélaga má lesa á félagsmerki Aftureldingar sem Hörður Ingólfsson teiknaði. Knattspyrnuleikur á Varmárvelli á 7. áratugnum, handan Varmár eru skepnur á beit sem láta sér fátt um finnast.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==