Aldarsaga UMSK 1922-2022

227 Þetta frumkvöðlastarf Garðars átti stóran þátt í því að Íþróttafélagið Grótta var stofnað 24. apríl 1967 í samkomusal Mýrarhúsaskóla, þangað mættu á annað hundrað manns. Í fyrstu stjórn Gróttu voru kosnir Garðar Ólafsson úrsmiður, sem var kjörinn formaður, Magnús Georgsson, Garðar Guðmundsson og Stefán Ágústsson. Sama ár gekk Grótta í UMSK og var 7. félagið sem fékk inngöngu í héraðssambandið. Fljótlega fjölgaði iðkendum hjá Gróttu upp í fáein hundruð. Mesta áherslan var lögð á knattspyrnuiðkun í yngri flokkunum. Árið 1968 var reynt að hefja æfingar í frjálsum íþróttum en það tókst ekki, knattspyrnan og handboltinn áttu mestu fylgi að fagna. Nábýlið við KR varð knattspyrnunni ekki til framdráttar innan Gróttu því efnilegir piltar sóttu í vesturbæ Reykjavíkur þar sem aðstaðan var betri, og hægt gekk að byggja upp knattspyrnulið í meistaraflokki Gróttu. Árið 1972 átti Grótta fimm ára afmæli sem var haldið hátíðlegt með íþróttakeppni og dansleik, á afmælisárinu var einnig efnt til skíðaferða og haldið bingó. Íþróttahús Seltjarnarness – 1968 Með auknum íbúafjölda og stofnun Gróttu árið 1967 var ljóst að brýn þörf var fyrir veglegt og nútímalegt íþróttahús á Nesinu sem var í senn hugsað fyrir skólaíþróttir og almenna íþróttastarfsemi. Húsið var reist á einu ári, vígt haustið 1968 og það fyrsta af sinni stærðargráðu á félagssvæði UMSK. Íþróttafélagið Grótta og húsið mörkuðu tímamót í öllu íþróttastarfi á Seltjarnarnesi sem bjó um skeið yfir betri aðstöðu innanhúss en önnur félög innan UMSK. Voru þess jafnvel dæmi að iðkendur úr Aftureldingu sæktu æfingar út á Nes en Mosfellingar fengu ekki íþróttahús fyrr en árið 1977. Héraðssambandið nýtti sér einnig þessa nýju aðstöðu og Frá vígslu Íþróttahúss Seltjarnarness árið 1968, það var fyrsta stóra íþróttahúsið á félagssvæði UMSK. Sundlaugin á Seltjarnarnesi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==