225 boltavellir og aðstaða fyrir frjálsar íþróttir. Undir áhorfendapöllunum er rými sem er meðal annars notað fyrir golfiðkun og dansæfingar. Í ársbyrjun 2014 tók Handknattleiksfélag Kópavogs (HK) við rekstri hússins og er með skrifstofu sína þar, á sama tíma tók Kópavogsbær við rekstri íþróttahússins Digraness. Kórinn er leigður út til viðburða, til dæmis fyrir sýningar og tónleika. Þar hélt stórstjarnan Justin Timberlake hljómleika í ágústmánuði 2014 og þá sannaðist að Kórinn er hið ágætasta tónleikahús. Listamaðurinn var þakklátur þegar hann ávarpaði 17 þúsund gesti: „„Þegar ég var 8 ára gamall að læra á gítar, ef einhver hefði sagt mér að ég ætti eftir að spila í Reykjavík [!], Íslandi fyrir ykkur …“ sagði stórstjarnan Justin Timberlake, auðmjúkur í Kórnum í Kópavogi. Ætla má að mörgum aðdáendum hans hafi liðið eins í gær, því líklega höfðu fæstir gert sér í hugarlund að þeir ættu eftir að upplifa slíka stórtónleika með einni skærustu stjörnu heims í efri byggðum Kópavogs.“78 Á þorranum árið 2019 var eitt fjölmennasta þorrablót Íslandssögunnar haldið í Kórnum þegar Breiðablik, Gerpla og HK blésu til blóts, þar sem um 1500 manns mættu til gleðinnar. Maturinn kom úr Múlakaffi, Jón Jónsson tónlistarmaður var veislustjóri, aðrir skemmtikraftar voru Ari Eldjárn, Guðni Ágústsson og leynigesturinn Sigga Beinteins – Stuðlabandið lék fyrir dansi fram á rauðanótt.79 Þessi fjölmenna samkoma gengur undir nafninu Kópavogsblótið og hefur fest sig í sessi. Íþróttahúsið Fagrilundur – 2009 Íþróttahúsið Fagrilundur við Furugrund var tekið í notkun árið 2009. Húsið hefur verið aðalbækistöð blakdeildar HK og dansdeild HK hefur einnig æft þar. Fagralundarsvæðið er skilgreint þannig í aðalskipulagi Kópavogsbæjar: „Í Fossvogsdal er Fagrilundur, íþróttasvæði HK. Þar er gervigrasvöllur, þrír æfingavellir fyrir knattspyrnu, strandblakvellir og íþróttahús. Íþróttahús Snælandsskóla er einnig í Fossvogsdal. Stærð svæðis 5,0 ha. Samkomulag er á milli Kópavogs og Reykjavíkur um að Kópavogur nýti land Reykjavíkur fyrir starfsemi HK og að Reykjavíkurborg nýti land í Kópavogi fyrir Víkingssvæðið.“80 Íþróttamiðstöðin Versalir Íþróttamiðstöðin Versalir er í Salahverfi í Kópavogi, þar er almenningssundlaugin Salalaug (25 x 15 m útilaug og 16,7 x 10 m innilaug). Auk þess er þar fimleikahús sem er óspart notað af Íþróttafélaginu Gerplu, einnig líkamsræktarstöð og æfingasvæði fyrir knattspyrnu. Sundlaugin í Boðaþingi – 2011 Sundlaugin við götuna Boðaþing var vígð við hátíðlega athöfn hinn 11. maí 2011. Laugin er notuð sem skólalaug og er einnig almenningslaug, einkum fyrir eldri borgara. Hún er hönnuð með það hlutverk í huga en heimili eldri borgara, Hrafnista, er við Boðaþing. Við laugina eru tveir heitir pottar. Íþróttahús við Vatnsendaskóla – 2018 Íþróttahúsið við Vatnsendaskóla var vígt 11. maí 2018, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Það er skólamannvirki Hið geysivinsæla Kópavogsblót í Kórnum er samstarfsverkefni HK, Gerplu og Breiðabliks. Vellir, hús og laugar Í Aðalskipulagi Kópavogs 2012–2024 er íþróttaaðstöðu bæjarins lýst með þessum orðum: „Í Kópavogi er aðstaða fyrir flestar íþróttagreinar hvort sem þær eru stundaðar innan- eða utanhúss. Þar er hægt að stunda flestar inni íþróttagreinar allt árið. Í bænum eru tvær sundlaugar, golfvöllur, siglingaklúbbur, níu íþróttahús, við Kópavogsskóla, Kársnesskóla, Snælandsskóla og Lindaskóla, í Digranesi, Fagralundi, Smáranum, Versölum og Kórnum. Jafnframt eru tvö fjölnota knatt- og sýningarhús, Fífan í Smáranum og Kórinn í Vatnsendahverfi. … Einnig eru fleiri íþróttahús og líkamsræktarstöðvar sem reknar eru af einkaaðilum. Hesthúsasvæði Spretts er á Kjóavöllum. Þar er reiðskemma og skeiðvellir.“77
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==