224 boltafólki U.B.K. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Íþróttahúsið v/ Kársnesskóla er eingöngu nothæft til æfinga. Áhorfendaaðstaða er þar engin og húsið því ekki löglegt sem keppnishús. Allan þennan tíma hefur deildin því þurft að treysta á vinsemd nágrannasveitarfélaganna, fyrst Seltjarnarness, þá Garðabæjar og loks Mosfellssveitar þar sem deildin fær nú inni með alla sína heimaleiki. Á þessum stöðum höfum við sem betur fer ávallt mætt velvilja og skilningi viðkomandi yfirvalda.“73 Úr þessari bágbornu aðstöðu rættist haustið 1983 þegar íþróttahús við Digranesskóla var vígt, þá voru 14.443 íbúar í Kópavogi.74 Nú voru runnir upp tímar hinna stóru íþróttahúsa, húsið hlaut nafnið Digranes en það er nafn á bújörð sem fór í eyði um miðjan 4. áratug síðustu aldar.75 Jónas Traustason var ráðinn umsjónarmaður íþróttahússins sem var í senn skólamannvirki og æfinga- og keppnisaðstaða fyrir íþróttafélög. Húsið varð heimavöllur Handknattleiksfélags Kópavogs (HK) og einnig voru þar stundaðar æfingar í bandý. Greint er frá þessari glæsilegu húsbyggingu í ársskýrslu UMSK fyrir árið 1983: „Kópavogsbær hefur með byggingu þessa húss gert myndarlegt átak til þess að bæta úr því ófremdar ástandi sem verið hefur í þessum málum. Ekki er þó enn búið að mæta þörfinni sem fyrir er í bænum. Vonandi verður ekki hér við látið sitja og bætt úr, því það hlýtur að vera bæjarfélagsins ánægjuefni að svo margir bæjarbúar vilji sinna hreyfiþörf sinni. Fulltrúum UMSK var boðið að vera við vígslu hússins. Formaður og framkvæmdastjóri mættu við athöfnina og viljum við þakka þann heiður sem sambandinu var sýndur með þessu boði.“76 Íþróttamiðstöðin Kórinn – 2007 Íþróttamiðstöðin Kórinn í Vallakór 12–14 í Kópavogi var tekin í notkun haustið 2007. Þar er yfirbyggður knattspyrnuvöllur með áhorfendastúku, einnig tveir handÍþróttamiðstöðin Kórinn við Vallakór var tekin í notkun árið 2007. Kórinn er í senn risastórt íþróttahús og samkomuhús.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==