223 aðstöðu í Kópavogi fyrir knattspyrnu og frjálsar íþróttir, aðstaða fyrir keppni í langstökki og þrístökki var talin sú besta á landinu og knattspyrnuvöllurinn var fyrsti upphitaði grasvöllurinn á Íslandi.70 Eftir að Kópavogsvöllur kom til sögunnar 1975 færðust frjálsíþróttaæfingar þangað, Fífuhvammsvöllur var aflagður og landsvæðið fyrir löngu komið undir önnur mannvirki. Uppbygging íþróttamannvirkja í Kópavogsdal hefur verið stórfelld síðustu áratugina, enda er sveitarfélagið það næstfjölmennasta á landinu með tæplega 40 þúsund íbúa. Mannvirkjunum í dalnum er lýst þannig í aðalskipulagi bæjarins: „Kópavogsvöllur er í Kópavogsdal ásamt íþróttasvæði Breiðabliks en á því er íþróttahúsið Smárinn, fjórir æfingarvellir og kastvöllur. Í dalnum er einnig fjölnotahúsið Fífan, tennishöll og tennisvellir, ásamt Smárahvammsvelli. Stærð 20 ha.“71 Ungmennafélagið Breiðablik, sem er fjölmennasta íþróttafélag landsins, er með bækistöðvar sínar í Kópavogsdal og árið 2011 lauk samningaviðræðum milli Kópavogsbæjar og Breiðabliks um rekstur Smárans og Fífunnar.72 Íþróttahúsið Digranes – 1983 Árið 1975 var eina stóra íþróttahúsið í Kópavogi á Kársnesi, sem fyrr er sagt frá, og enn skorti viðameiri aðstöðu í ört stækkandi bæjarfélagi. Það ár hélt Ungmennafélagið Breiðablik upp á 25 ára afmæli sitt og varð að leita til nágranna sinna í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ til að hýsa hátíðahöldin. Um það leyti var mikill uppgangur í handknattleik í Kópavogi, bæði innan Breiðabliks og HK. Árið 1980 hélt Breiðablik upp á þrítugsafmæli félagsins og þá var vakin athygli á því slæma ástandi sem enn ríkti í húsnæðismálunum: „Það má því segja að síðustu 8 ár hafi ríkt algjört ófremdarástand í húsnæðismálum hjá handStúkan á Kópavogsvelli. Íþróttahúsið Digranes var vígt árið 1983, húsið var nefnt eftir bújörðinni Digranesi sem fór í eyði á fyrri hluta 20. aldar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==