Aldarsaga UMSK 1922-2022

222 getur komið þarna á hvaða tíma sólarhringsins og hvaða degi ársins sem er.“67 Árið 1975 fagnaði Breiðablik 25 ára afmæli sínu. Þórir Hallgrímsson var þá formaður félagsins, hann horfði um öxl til upphafsáranna og ritaði í afmælisrit félagsins: „Í fyrstu var aðstaðan til félagsstarfsemi og íþróttaæfinga ekki merkileg, samkomuhús ekkert í hreppnum og æfingasvæðin misjafnlega sléttir melar og tún, en með árunum batnar aðstaðan og félagatalan eykst. Innan tíðar er tekin upp deildaskipting í félaginu og farið er að senda íþróttaflokka til keppni á ýmsum mótum. Árangur er að vísu ekki mikill í fyrstu, en sannast hefur að mjór er oft mikils vísir. Fáa hefur eflaust grunað 1950 að 25 árum síðar yrðu starfandi innan félagsins níu íþróttadeildir með liðlega 1300 félögum. … Við lítum björtum augum til framtíðarinnar. Á komandi sumri, mun einn glæsilegasti íþróttaleikvangur landsins vera tekinn í notkun í Kópavogi, og bygging stórs íþróttahúss mun væntanlega vera næsta verkefni bæjarstjórnar á íþróttasviðinu.“68 Leikvangurinn sem hér um ræðir reis sunnan við Kópavogslæk í landi Smárahvamms en það var nafn á nýbýli sem byggt var úr landi Fífuhvamms fyrir miðja síðustu öld. Sveitarfélagið keypti landsvæðið af ríkissjóði og var það samþykkt með lögum á alþingi árið 1967.69 Völlurinn hlaut nafnið Kópavogsvöllur og var vígður 7. júní 1975, það voru tímamót í íþróttasögu Kópavogs og UMSK, nýr og glæsilegur knattspyrnu- og frjálsíþróttavöllur sem rúmaði 5.501 áhorfanda með 1.869 sæti á tveimur stöðum. Völlurinn var heimavöllur Breiðabliks og vígsluleikurinn var á milli Breiðabliks og Víkings í Ólafsvík í 2. deild í knattspyrnu karla. Kópavogsvöllur gerbreytti allri æfinga- og keppnisFjölnotahúsið Fífan í Kópavogsdal. Kópavogsvöllur markaði mikil tímamót, bæði fyrir Breiðablik og UMSK.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==