Aldarsaga UMSK 1922-2022

221 húsi til að dreifa í Mosfellshreppi um þær mundir. Einn galli var þó á gjöf Njarðar í Kársneshúsinu, gólfefnið í salnum var filtdúkur sem gat valdið brunaáverkum hjá iðkendum þegar þeir féllu í gólfið eða renndu sér eftir því. Sneru þeir stundum heim á leið með rauðar herðar, hné og tær. Íþróttamannvirki í Kópavogsdal – frá 1969 Fífuhvammur (áður Hvammakot) er gamalt bæjarheiti í Kópavogi.66 Á þeim slóðum er núna Fífuhvammsvegur. Árið 1969 var 100 metra hlaupabraut og tvær stökkgryfjur útbúnar á landsvæði við Fífuhvammsveg og völlurinn kallaður Fífuhvammsvöllur, stundum Smárahvammsvöllur. Hann nýttist vel fyrir frjálsíþróttadeild Breiðabliks sem var mjög öflug um það leyti, þangað mætti einnig frjálsíþróttafólk úr Stjörnunni á æfingar og jafnvel úr Aftureldingu. Lítill skúr á svæðinu þjónaði hlutverki áhaldageymslu en brann til ösku árið 1974 og þar með stökkdýnur og annar nauðsynlegur búnaður fyrir æfingar og keppni. Á þessum fyrsta frjálsíþróttavelli í Kópavogi vantaði að vísu aðstöðu fyrir kastgreinar, hringhlaupabraut og búningsaðstöðu, fólk lét þetta gott heita en sótti einnig æfingar til Reykjavíkur. Hafsteinn Jóhannesson, sem var formaður frjálsíþróttadeildar Breiðabliks árið 1975, lýsti aðstöðunni þannig: „Á vellinum við Fífuhvamm er aðeins 100 m malarbraut, sandgryfja og kúluvarpshringur. Eins og heyra má, er aðstaða þessi alls kostar ófullnægjandi. En það stendur allt til bóta með tilkomu nýja vallarins við Fífuhvamm, hvenær sem það nú verður. Einn kostur er þó við aðstöðu þessa. Hann er sá, að frjálsíþróttafólkið Horft yfir hluta Kópavogs árið 1973 þegar íbúar voru á 12. þúsundið og uppbygging stórra íþróttamannvirkja ekki hafin í Kópavogsdal. Ljósmynd: Mats Wibe Lund.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==