Aldarsaga UMSK 1922-2022

220 við hana og henni skákað út vegna aldurs. Kærði hún þessi vinnubrögð til siðanefndar Arkitektafélags Íslands sem úrskurðaði að hér hefði verið um að ræða alvarlegt brot á höfundarrétti hennar.65 Upphaflegar hugmyndir og teikningar Högnu eru lítt þekkjanlegar eftir þær breytingar og viðbætur sem ráðist hefur verið í síðustu áratugina. Íþróttahús Kársnesskóla – 1970 Kársnes liggur á milli tveggja voga, Kópavogs og Fossvogs. Á nesinu tók Kársnesskóli til starfa árið 1956 og á 7. áratugnum var ráðist í byggingu íþróttahúss við skólann sem skyldi í senn vera skólamannvirki og hús fyrir íþróttafélög og UMSK, ef því var að skipta. Húsið var vígt árið 1970, það var fyrsta stóra íþróttahúsið í Kópavogi og breytti afar miklu fyrir íþróttalífið í Kópavogi og UMSK. Þar voru til dæmis haldin UMSKmót í knattspyrnu í yngri flokkunum og Mosfellingar sóttu þangað á handknattleiksæfingar, enda engu íþróttaÍþróttahúsið í Kársnesi var fyrsta stóra íþróttahúsið í Kópavogi, vígt árið 1970. Frjálsíþróttalið UMSK á Fífuhvammsvelli árið 1969. Í fremri röð frá vinstri eru: Ingólfur Ingólfsson, formaður UMSK, Trausti Sveinbjörnsson, Magnús Jakobsson, Kristín Jónsdóttir, Karl Stefánsson, Björk Kristjánsdóttir og Helgi Sigurjónsson. Í aftari röð eru, talið frá vinstri: Ólafur Unnsteinsson þjálfari, Gunnþórunn Geirsdóttir, Óþekkt, Alda Helgadóttir, Óþekkt, Björg Kristjánsdóttir, Arndís Björnsdóttir, Jensey Sigurðardóttir, Helgi Hauksson, Böðvar Örn Sigurjónsson, Grétar Halldórsson og Erlingur Jónsson. Í baksýn er áhaldageymslan sem brann árið 1974.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==