Aldarsaga UMSK 1922-2022

219 og hlutu þær samþykki byggingarnefndar Kópavogs en þegar til kom var einungis hluti þeirra notaður líkt og fram kemur í nýlegri ritgerð eftir Katrínu Heiðar: „Högna gerði tvær tillögur að sundlauginni. Fyrri tillöguna gerði hún árið 1962 sem var byggð að hluta, og samanstóð af óyfirbyggðri kennslulaug … auk búningsaðstöðu sem var sett til bráðabirgða í kjallara.“61 Sundlaug Kópavogs var tekin í notkun árið 1967 og var 16 2/3 x 8 metrar að stærð. Sú laug nýttist vel og var forsenda fyrir þeirri sundbylgju sem varð innan Breiðabliks kringum 1970. En þar kom að hún nægði ekki fyrir sístækkandi bæjarfélag og um 1984 var ráðist í byggingu nýrrar sundlaugar á Rútstúni, hún er 50 x 25 metrar að stærð og stærsta sundlaug landsins. „Vegna breyttra aðstæðna var óskað eftir nýjum teikningum frá Högnu. Seinni tillagan gerði m.a. ráð fyrir keppnislaug, vaðlaug og heitum pottum. Laugarhúsið var að mestu á einni hæð og mjög ólíkt hinu fyrra bæði að innra skipulagi og formrænni mótun í arkitektúr. Búningsklefar voru á aðalhæð, og í kjallara var gert ráð fyrir gufuböðum, nuddstofu o.fl. Fyrirhugað var að byggja mannvirkið í fjórum áföngum, en aðeins var fyrsti áfanginn byggður eftir teikningum Högnu. Færa má rök fyrir því að báðar tillögurnar hafi hvor á sinn hátt verið einstæðar og ólíkt öðru sem hafði verið gert hér á landi, en meira í tengslum við nýjustu alþjóðlegu strauma í samtímaarkitektúr.“62 Þessi nýju mannvirki bættu mjög sundaðstöðuna í Kópavogi og Steinar Lúðvíksson, forstöðumaður sundlaugarinnar og sundþjálfari, sagði í viðtali árið 1987: „Mér er óhætt að fullyrða að þegar þetta íþróttamannvirki verður risið og komið í fulla notkun hafi Kópavogsbúar eignast alhliða sundlaug af fullkomnustu gerð er verður í stakk búin til að mæta kröfum um keppni, kennslu og almennt sund. Við sem höfum staðið að þessari framkvæmd höfum lagt áherslu á þetta fjölþætta hlutverk og ég hygg að það markmið hafi náðst …“63 Sundlaugin var tekin í notkun 2. febrúar 1991, þar er einnig lítil laug með rennibraut. Aftur var ráðist í mannvirkjagerð á Rútstúni á nýrri öld og 11. maí 2008 var nýtt og endurbætt sundlaugarsvæði opnað, elsta laugin er horfin en í staðinn er komin ný 25 metra keppnislaug með áhorfendabekkjum og 10 metra vaðlaug, hvort tveggja innanhúss. Um laugarsvæðið segir í Aðalskipulagi Kópavogs: „Sundlaug Kópavogs er staðsett við Borgarholtsbraut en þar er 50 x 25m útilaug ásamt 25 x 15m innilaug, heitum pottum, rennibraut, eimbaði og líkamsræktarstöð. Stærð 1,6 ha.“64 Á sínum tíma var Högna Sigurðardóttir afar ósátt við að teikningar hennar og hönnun væru ekki notaðar til fullnustu við þessar viðbætur og breytingar. Aðrir arkitektar voru fengnir að verkinu án samráðs Sundlaug Kópavogs, mynd frá árinu 2006.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==