217 Mig langaði mjög mikið með þessari mynd að heiðra minningu allra þeirra sem komu nálægt byggingu Vallargerðisvallar og þeirra frumkvöðla sem stofnuðu Breiðablik á sínum tíma. Þvílík vinna sem það hefur verið að byggja upp þetta félag og skila því til okkar sem tókum við keflinu.“55 Íþróttahús Kópavogsskóla – 1960 Í ársbyrjun 1949 hófst kennsla í þremur skólastofum í Kópavogsskóla við Digranesveg sem þá var enn í byggingu.56 Þetta var fyrsta húsið í Kópavogi sem var reist sem skóli og var í upphafi einnig notað sem samkomuValdi vallarstjóri Ekki er hægt að fjalla um Vallargerðisvöll án þess að nefna Valdimar Valdimarsson (1926–2001) til sögunnar. Hann var þar vallarstjóri og reyndar umsjónarmaður íþróttavalla og íþróttastarfs í Kópavogi um 30 ára skeið og íþróttafulltrúi Kópavogs 1969–1970. Margar sögur eru til af óþrjótandi áhuga og hjálpsemi Valda eins og hann var kallaður, um hann var ritað í minningargrein: „Valdimar ólst upp á Látrum í Aðalvík til 16 ára aldurs og hóf ungur að stunda sjó á opnum bátum. Hann flutti síðan til Ísafjarðar og lauk vélstjóraprófi þar í nóv. 1944. Til Reykjavíkur kom hann í ársbyrjun 1946 og flutti í sumarbústað í Kópavogi árið 1947. Hann byggði ásamt fleirum síðan húsið sem hann bjó í til æviloka. Starfaði sem bifreiðastjóri fram til ársins 1956 en þá opnaði hann fiskbúð að Álfhólsvegi 32. Árið 1966 varð hann starfsmaður Kópavogsbæjar og vann lengst af við íþróttavelli bæjarins. Valdimar var virkur í félagsstörfum frá upphafi búsetu í Kópavogi og tók þátt í opinberri umræðu um þau málefni sem honum voru hugleikin. Hann var í stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks um árabil, þar af formaður í nokkur ár og vann að framgangi kvennaknattspyrnu á Íslandi bæði í Breiðablik og á ársþingum Knattspyrnusambands Íslands. Hann lagði áherslu á að öll börn og unglingar fengju tækifæri til að stunda íþróttir og var vallarhúsið við Vallargerðisvöll hans aðsetur. Þangað voru allir velkomnir og gátu fengið lánaðan bolta og húsaskjól ef veður voru vond. Hann var sæmdur æðsta heiðursmerki Breiðabliks, Heiðursbliki, og gullmerki KSÍ fyrir störf sín í þágu kvennaknattspyrnu á Íslandi.“54 Hinn 11. maí 2014 var afhjúpuð lágmynd af Valdimar við Kópavogsvöll til að minnast þess merka frumkvöðulsstarfs sem hann innti af hendi af fórnfýsi og hjálpsemi. Minnisvarði um Valdimar Valdimarsson er í Kópavogsdal. Íþróttahús Kópavogsskóla.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==