Aldarsaga UMSK 1922-2022

215 réttindi og síðustu áratugina hefur íbúafjöldinn í Kópavogi vaxið stórum. Árið 1960 bjuggu þar rúmlega sex þúsund manns en tíu árum síðar hafði íbúafjöldinn nær tvöfaldast og er hátt í 40 þúsund þegar þetta er ritað. Íþróttastarf í Kópavogi hefur tekið stórfelldum breytingum síðustu áratugina, fjöldi íþróttafélaga hefur stóraukist og mörg og mikil íþróttamannvirki verið reist. Sé litið um öxl til 7. áratugar síðustu aldar blasir önnur sviðsmynd við: Breiðablik var eina íþróttafélagið í bænum og aðstaðan ekki upp á marga fiska. Sigurður Geirdal (1939–2004), sem var formaður Breiðabliks um skeið og síðar bæjarstjóri í Kópavogi, æfði frjálsar íþróttir ásamt félögum sínum fyrir landsmót UMFÍ á Laugarvatni árið 1965. Hann var eitt sinn spurður að því hvernig æfingaaðstaðan hefði verið í Kópavogi á þeim árum. Sigurður svaraði að bragði á sinn hressilega hátt: „Blessaður vertu hún var ekki til. Okkar æfingasvæði var smá grasbali niður í hvömmum innan um rollur og annan óskapnað. Einnig þeyttumst við yfir mýrar og móa, eins og brjálaðir menn.“47 Stjórn íþróttamála af hálfu Kópavogsbæjar hefur verið með ýmsum hætti. Á árunum 1962–1972 starfaði þar íþróttanefnd, fyrst undir formennsku Björns Ólafssonar og síðan varð Sigurður Geirdal formaður nefndarinnar. Inn á borð hennar komu meðal annars hugmyndir um nýtt íþróttahús, viðgerðir á Vallargerðisvelli og malbikun á handknattleiksvelli í Smárahvammi. Árið 1972 tók tómstundaráð Kópavogs til starfa sem skyldi fara með íþrótta- og tómstundamál og áttu frjáls félagasamtök í bænum þar sína fulltrúa. Pétur Einarsson var fyrsti formaður ráðsins sem útdeildi meðal annars styrkjum til félaganna og æfingatímum í íþróttamannvirkjunum. Árið 1984 var tómstundaráði skipt í tómstundaráð og íþróttaráð og var fyrsti formaður íþróttaráðsins Unnur Stefánsdóttir frjálsíþróttakona.48 Verksviði ráðsins var þannig lýst: „Hið nýja íþróttaráð hefur m.a. það hlutverk að hafa umsjón með rekstri íþróttamannvirkja bæjarins, svo sem íþróttavöllum, sundlaug, íþróttahúsum og siglingaaðstöðu. Einnig á það að gera tillögur um ný eða breytt mannvirki til bæjarráðs, búnað þeirra og rekstrarform og að hafa umsjón með byggingu nýrra.“49 Með þessari þróun voru störf vallarstjóra lögð niður en í staðinn komu rekstrarstjórar í íþróttamannvirkjunum. Íþróttaaðstaðan í Kópavogi var smá í sniðum í fyrstu. Settir voru upp sparkvellir á nokkrum stöðum í bænum, minniháttar frjálsíþróttaaðstaða var á Digranestúni og mörk fyrir handknattleik og knattspyrnu á túninu í Smárahvammi.50 Síðan tóku veigameiri íþróttamannvirki að rísa í Kópavogi eins og fram kemur í umfjölluninni hér á eftir þar sem byggingarár þeirra verða látin ráða för. Heiðarvöllur Heiðarvöllur er lítill völlur sunnan við Álfhólsveg í Kópavogi, milli Lyngheiðar og Melaheiðar, sem er skýringin á nafngift vallarins. Um langt skeið var Heiðarvöllur Frá landsmóti UMFÍ á Laugarvatni 1965, Sigurður Geirdal, annar frá hægri tekur við keflinu í 1000 m boðhlaupi, sveit UMSK sigraði í hlaupinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==