Aldarsaga UMSK 1922-2022

214 fullri stærð, þá fyrst væri hægt að æfa og keppa í knattspyrnu við viðunandi aðstæður allan ársins hring. Garðbæingar huguðu að slíkri byggingu, um skeið voru uppi hugmyndir um að Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður sameinuðust um slíkt risaverkefni en önnur leið var valin: Í Kópavogi risu tvö slík hús, Fífan og Kórinn, FH-ingar byggðu knatthúsið Skessuna í Kaplakrika og Garðbæingar ákváðu að reisa eigið knatthús. Til að gera langa sögu stutta var knatthúsinu valinn staður í Vetrarmýri í grennd við Vífilsstaði og vorið 2020 var fyrsta skóflustungan tekin að húsinu. Byggingartíminn var skammur, í febrúarmánuði 2022 var fyrsta æfingin haldin í knatthúsinu, þangað mættu ungir knattspyrnuiðkendur úr Stjörnunni og Ungmennafélagi Álftaness og einnig gönguhópur eldri borgara úr Garðabæ og af Álftanesi sem vígði göngu- og skokkbraut í húsinu. Þetta mikla íþróttamannvirki kostaði um fjóra milljarða í byggingu og er ein stærsta framkvæmd sem sveitarfélagið Garðabær hefur ráðist í. Haldin var samkeppni um nafn á húsinu og alls bárust 250 tillögur, 23 þátttakendur lögðu til nafnið Miðgarður og valdi dómefnd það nafn sem er sótt í norræna goðafræði – líkt og Ásgarður. Nöfn þessara miklu íþróttasvæða kallast á þvert yfir byggðina í Garðabæ og vísa einnig til nafnsins á sveitarfélaginu. Í Miðgarði er knattspyrnuvöllur í fullri stærð, auk þess er þar klifurveggur, teygju- og upphitunaraðstaða og einnig styrktar- og þrekæfingaaðstaða. Salurinn er 80 x 120 m að stærð og svalir hússins rúma 800 áhorfendur. Um svalirnar liggur göngubraut sem er opin almenningi þegar ekki eru viðburðir í húsinu. Flatarmál byggingarinnar er 18.200 fermetrar eða tæpir tveir hektarar. Stjörnufólk fagnaði mannvirkinu í ársskýrslu UMSK með þessum orðum: „Hefur biðin eftir fullbúnum knattspyrnuvelli innanhúss verið löng og því einstaklega ánægjulegt að þessum áfanga sé nú náð. Er ljóst að þessi aðstaða mun vera mikil lyftistöng fyrir knattspyrnudeild, félagið í heild og allt íþróttalíf í Garðabæ. Bindum við í Stjörnunni miklar vonir við að geta aukið enn frekar þjónustuframboð félagsins með tilkomu þessa glæsta mannvirkis.“45 Kópavogur Yfir mýrar og móa Á nýársdag árið 1948 varð Kópavogshreppur til sem sjálfstætt sveitarfélag en landsvæðið hafði áður verið hluti af Seltjarnarneshreppi. Í þessum nýja hreppi varð mikil þétting byggðar næstu árin og þegar Ungmennafélagið Breiðablik var stofnað árið 1950 voru Kópavogsbúar 1652 talsins.46 Fimm árum síðar fékk Kópavogur kaupstaðarÍ Miðgarði í grennd við Vífilsstaði er knattspyrnuvöllur í fullri stærð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==