Aldarsaga UMSK 1922-2022

213 sögunnar eins og greint er frá í bók um Garðabæ frá árinu 1992: „Aðstaða til iðkunar annarra íþróttagreina en boltaíþrótta, sunds og frjálsíþrótta hefur einnig verið byggð upp á undanförnum árum. Þar má nefna aðstöðu fyrir vetrar- og hestaíþróttir sem njóta sívaxandi vinsælda meðal Garðbæinga. Brautir fyrir skíðagöngu hafa verið gerðar meðfram Hraunsholtslæk og 1984 var skíðalyfta sett upp austan Sunnuflatar. Aðstöðu fyrir hestamenn hefur verið komið upp við Kjóavelli og er þar byggð hesthúsa og sýningavöllur fyrir hestaíþróttir. Við Arnarnesvog, austan Hraunsholtslækjar, hefur siglingaklúbbnum Vogi verið úthlutuð aðstaða fyrir seglbáta en siglingar njóta talsverðra vinsælda meðal æskufólks í Garðabæ.“43 Íþróttamannvirkin í Ásgarði voru strax fullnýtt og fljótlega ljóst að þörf væri á enn frekari uppbyggingu í Garðabæ, bæjarbúum fjölgaði jafnt og þétt, árið 1990 voru þeir tæplega sjö þúsund.44 Skipuð var nefnd til að greina framtíðarþörf á íþróttamannvirkjum og móta stefnuna í þeim efnum. Í henni sátu fulltrúar sveitarfélagsins og Stjörnunnar og var Erling Ásgeirsson formaður nefndarinnar. Ljóst var að full þörf var á nýrri og stórri íþróttamiðstöð, bæði fyrir skólaíþróttir og almenningsíþróttir, og talið ráðlegt að reisa hana í grennd við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og Hofsstaðaskóla. Hinn 10. október 2004 var þetta stórglæsilega mannvirki vígt og hlaut nafnið Mýrin. Það er 3.800 fermetrar að flatarmáli, þar af er íþróttasalurinn 2000 fermetrar og unnt að skipta honum í tvennt. Salurinn er með tveimur löglegum handknattleiksvöllum sem eru 22 x 44 m að stærð og áhorfendabekkirnir rúma 700 manns. Einnig er þar kennslusundlaug (16,7 m að lengd) og heitur pottur, sex búningsklefar og hlaupabraut. Mýrin gengur einnig undir nafninu TM-höllin vegna auglýsingasamnings við Tryggingamiðstöðina. Eftir að Íþróttamiðstöðin Mýrin kom til sögunnar var aðstaðan innanhúss í Garðabæ viðunandi – um skeið. Öðru máli gegndi um aðstöðuna utanhúss fyrir unga knattspyrnuiðkendur sem fór fjölgandi í bæjarfélaginu. Ákveðið var að byggja grasvöll í Hofsstaðamýri þar sem áramótabrenna Garðabæjar og Stjörnunnar var haldin um árabil. Svæðið er í grennd við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og Hofsstaðaskóla, Stjörnufólk sá um að tyrfa völlinn sem var vígður í maímánuði 1995 og nefndur Hofsstaðavöllur. Loks ber að nefna íþróttaaðstöðuna við Sjálandsskóla sem er stór grunnskóli við sjávarsíðuna í Garðabæ. Árið 2009 var lokið við þrjú þúsund fermetra byggingu við hlið skólans sem hýsir sundlaug, íþróttasal og mötuneyti. Miðgarður Þegar nær dró aldamótunum 2000 jókst umræða á Íslandi um íþróttahús sem rúmuðu knattspyrnuvöll í Horft yfir hluta Garðabæjar, fremst er íþróttahúsið Mýrin, vígt árið 2004. Fjær til vinstri er Hofsstaðaskóli en nær til hægri sést hluti af Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==