Aldarsaga UMSK 1922-2022

212 flokkaíþrótta. Félagið hreppti bikarmeistaranafnbót í meistaraflokki karla í handknattleik 1987 og aftur 1989 í meistaraflokki kvenna.“42 Á tiltölulega skömmum tíma hafði íþróttaaðstaðan í Garðabæ gjörbreyst og haustið 1989 veitti ÍSÍ bæjarstjórn Garðabæjar sérstaka viðurkenningu fyrir framtakssemina á þessu sviði. Þegar nær dró aldamótum var enn á ný ráðist í byggingu á nýjum gervigrasvelli á Ásgarðssvæðinu í fullri stærð, Ingvi Guðmundsson tók fyrstu skóflustunguna að stúkubyggingunni og vallarhúsinu. Völlurinn var vígður 27. ágúst 2004, Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri afhenti Stjörnunni völlinn til afnota og Stjörnuheimilið var reist við hliðina á áhorfendastúkunni. Allt frá stofnun fimleikadeildar Stjörnunnar árið 1982 naut íþróttagreinin mikillar hylli í Garðabæ en plássleysið horfði til vandræða. Þar kom að ákveðið var að byggja sérstakt fimleikahús í Ásgarði og tengja það öðrum mannvirkjum á svæðinu. Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin 9. mars 2008, vegna bankahrunsins þá um haustið varð hlé á framkvæmdum en síðan var ákveðið að halda áfram af fullum krafti og var húsið vígt 25. maí 2010 með sýningu hjá fimleikadeild Stjörnunnar þar sem 350 þátttakendur sýndu leikni sína. Ný íþróttamannvirki á nýjum slóðum Uppbygging íþróttamannvirkja á Ásgarðssvæðinu tók nokkra áratugi en jafnframt komu ný íþróttasvæði til Knattspyrnusvæði Garðbæinga, tveir battavellir eru fremst á myndinni, fjær eru þrír æfinga- og keppnisvellir og fyrir miðri mynd er aðalkeppnisvöllurinn með áhorfendastúku. Hægra megin við stúkuna er Stjörnuheimilið (með bláu þaki) og sundlaug Garðabæjar. Gervigras og hitalögn er í öllum völlunum, auk þess eru flóðljós. Gervigrasið þekur 12.600 fermetra. Stjörnuheimilið í byggingu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==