Aldarsaga UMSK 1922-2022

211 aðar. En allt um það, völlurinn var vígður 24. maí 1986 og vígsluleikurinn á móti Akurnesingum fór 9:0 fyrir heimamönnum. Þetta boðaði gott.40 Hinn upphitaði grasvöllur var mikil lyftistöng fyrir knattspyrnustarfið innan Stjörnunnar sem lét þó ekki þar við sitja því að árið 1989 var gerður lítill gervigrasvöllur við Garðaskóla, 44 x 22 metrar að stærð, sem var óspart notaður til æfinga og af nemendum. Það urðu síðan önnur tímamót árið 1991 þegar Stjarnan tók að sér rekstur íþróttavallanna með fjárhagslegum stuðningi frá Garðabæ og hafði einnig tekjur af veitingasölu á vellinum.41 Árið 1992 var dregin upp þessi mynd af aðstöðunni og íþróttalífinu í sveitarfélaginu: „Síst verður sagt að verkefni á sviði íþróttamála hafi verið látin sitja á hakanum á undanförnum árum í Garðabæ. Þar hefur risið hvert íþróttamannvirkið á fætur öðru og er óhætt að fullyrða að aðstaða til keppnis- og almenningsíþrótta í og í tengslum við íþróttamiðstöðina Ásgarð sem risið hefur við Garða- og Flataskóla sé með því besta sem gerist í landinu. Þar er íþróttahús, sundlaug og knattspyrnugrasvöllur og gervigrasvöllur. Árangur íþróttafélags Garðbæinga, Stjörnunnar, sem hefur aðstöðu til æfinga í Ásgarði, hefur heldur ekki látið á sér standa. Á undanförnum árum hafa bæði karla- og kvennaflokkar félagsins blandað sér í baráttu um verðlaunasæti í ýmsum greinum Haustið 1989 var nýtt íþróttahús á Ásgarðssvæðinu tekið í notkun, myndin er frá vígslunni. Frá vígsludegi sundlaugarinnar í Ásgarði á sumardaginn fyrsta árið 1989.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==