Aldarsaga UMSK 1922-2022

210 Ásgarður, bústaður guðanna, 1975–2010 Í Barnaskóla Garðahrepps var salur sem nýttur var til íþróttakennslu en hann nægði engan veginn til að sinna lögbundinni kennslu í íþróttum og þeim almenna íþróttaáhuga sem var til staðar í stækkandi sveitarfélagi á 7. áratugnum. Ekki var um annað að ræða en að ráðast í byggingu íþróttahúss í grennd við skólann og var sú ákvörðun tekin árið 1970. Nokkrar umræður spunnust um stærð hússins, margir heimamanna vildu hafa þar löglegan handboltavöll, 20 x 40 metra, þá var Laugardalshöllin eina íþróttahúsið sem státaði af slíkri vallarstærð. En ef sá kostur yrði valinn fengist ekki fjárstyrkur frá ríkisvaldinu, niðurstaðan varð því sú að byggja hús með 18 x 33 metra velli sem hægt var að skipta í þrjá hluta. Þar við bættust áhorfendapallar sem rúmuðu 400 manns. Manfreð Vilhjálmsson arkitekt teiknaði húsið sem var fullbúið árið 1975 og hlaut nafnið Ásgarður sem merkir bústaður guðanna í norrænni goðafræði. Þetta glæsilega íþróttahús var stórkostleg lyftistöng fyrir íþróttalífið í Garðahreppi sem fékk kaupstaðarréttindi 1. janúar 1976 og heitir síðan Garðabær. Um miðjan 9. áratuginn var ljóst að stækka þyrfti aðstöðuna innanhúss, fyrsta skóflustungan að nýju íþróttahúsi var tekin 6. maí 1988. Benedikt Sveinsson var formaður byggingarnefndar og Manfreð Vilhjálmsson teiknaði einnig það hús sem var vígt 30. september 1989. Við vígsluna var haldin fjölbreytt og glæsileg íþróttasýning sem Stjarnan annaðist. Á sumardaginn fyrsta það sama ár var 25 metra sundlaug vígð á Ásgarðssvæðinu. Laugin er 25 x 15 m að stærð, við hlið hennar er barnalaug sem er 15 x 6,5 m. Við vígsluathöfnina röðuðu bæjarbúar sér í kringum sundlaugina og héldust í hendur á meðan séra Bragi Friðriksson blessaði mannvirkið. Eftir athöfnina stungu nemendur úr 4. bekk Flataskóla sér til sunds í nýju lauginni. Árið 1980 lagði Örn Eiðsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ, fram tillögu um að gerður yrði knattspyrnu- og frjálsíþróttavöllur á Ásgarðssvæðinu. Örn var þá formaður Frjálsíþróttasambands Íslands og mikill áhugamaður um þessi mál. Tillagan var samþykkt í bæjarstjórn en ýmis ljón voru þó í veginum, landið var ekki í eigu bæjarins en var keypt árið 1982. Bæjaryfirvöld treystu á ríflegt framlag úr Íþróttasjóði sem gekk ekki eftir sem skyldi, niðurstaðan varð sú að Ungmennafélagið Stjarnan tók að sér vallargerðina með fjárstuðningi frá bæjarfélaginu. Stjörnufólk lagði á sig mikla sjálfboðavinnu við að koma verkinu í heila höfn, að vísu þurfti að sleppa frjálsíþróttaaðstöðunni og búningsaðstöðu en ákveðið að leggja hitalögn í völlinn og nota affallsvatn frá sundlauginni. Vegna rigninga var ekki hægt að sá grasfræi í vallarsvæðið, þá var ákveðið að tyrfa hann sem mistókst að hluta því þökurnar reyndust gallMargar hendur vinna létt verk. Sjálfboðaliðar úr Stjörnunni dreifa sandi á nýjan, þökulagðan knattspyrnuvöll sem vígður var árið 1986. Gunnlaugur Sigurðsson, skólastjóri í Garðaskóla, stýrir hjólbörunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==