21 Guðjón Júlíusson úr Aftureldingu sigrar í víðavangshlaupi ÍR á nýju tímameti. Guðjón átti stuttan og glæsilegan hlaupaferil. 1922 Íþróttafélag Kjósarsýslu stofnað um vorið til að auðvelda Aftureldingu og Dreng að tefla fram sameiginlegri sveit í víðavangshlaupi ÍR. Félagið starfaði með hléum til ársins 1944.6 19. nóvember var stofndagur Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK). Stofnfélögin voru fjögur: Ungmennafélag Reykjavíkur, Ungmennafélagið Afturelding, Ungmennafélagið Drengur og Ungmennafélag Miðnesinga. Félagsmenn voru samtals 260 talsins og Guðbjörn Guðmundsson, prentari í Reykjavík, var kjörinn fyrsti formaður sambandsins. Fyrsti hluti samkomu- og skólahússins á Brúarlandi í Mosfellssveit tekinn í notkun. Félagar úr Aftureldingu lögðu hönd á plóg við bygginguna og höfðu þar aðsetur um 30 ára skeið. Handknattleiksíþróttin nemur land á Íslandi um þetta leyti og var iðkuð utandyra í fyrstu. 1923 Íþrótta- og málfundafélag Kjalnesinga stofnað, nafnið breyttist í Íþróttafélagið Stefni árið 1927 og starfaði í nokkur ár. 1925 12. maí var Ungmennafélagið Velvakandi í Reykjavík stofnað og gekk sama dag í UMSK. Formaður félagsins var Guðbjörn Guðmundsson, fyrsti formaður UMSK. 1926 UMSK hóf útgáfu á fjölrituðu mánaðarblaði sem hét Hvöt. 1927 Guðrún Björnsdóttir kjörin formaður UMSK, hún hafði áður verið fyrsti formaður Aftureldingar. Stjórn UMSK ritar bréf til allra félaga í UMFÍ og óskar eftir sjálfboðavinnu við undirbúning Alþingishátíðarinnar á Þingvöllum, meðal annars við gerð göngustíga og sléttun lands fyrir tjaldstæði. Sigurjón Pétursson, verksmiðjueigandi á Álafossi, reisir sundskála við Varmá í Mosfellssveit og einnig fyrsta dýfingapall landsins.7 1930 Alþingishátíðin haldin á Þingvöllum, félagar úr UMSK unnu mikið í sjálfboðavinnu á hátíðarsvæðinu árin fyrir hátíðina og 70 börn úr Ungmennafélaginu Velvakanda í Reykjavík sýndu þar vikivaka. 1931 Gestur Andrésson úr Dreng kjörinn formaður UMSK. Vikivakaflokkur stofnaður innan UMSK og starfaði um árabil. Þátttakendur voru um 300 úr fjórum aðildarfélögum sambandsins. 1934 Samþykkt var á UMSK-þingi að héraðssambandið setti sér það takmark að innan fimm ára yrði ræktað grænmeti til eigin neyslu á sérhverju heimili á sambandssvæðinu. Alþingishátíðin haldin á Þingvöllum 1930.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==