Aldarsaga UMSK 1922-2022

208 sameinuðust árið 2013 jókst samstarf Stjörnunnar og UMFÁ, bæði á sviði knattspyrnu, sunds og handknattleiks. Frjálsar íþróttir hafa fest sig í sessi hjá Álftnesingum en árið 2015 var knattspyrnudeildin langöflugasta deildin. Blak var einnig vinsælt, einkum hjá fullorðnum iðkendum. Garðahreppur / Garðabær (frá árinu 1976) Vallarhallæri Hér að framan er minnst á aðstöðuleysi Stjörnunnar í Garðahreppi á frumbýlisárum félagsins. Ungir knattspyrnumenn í Garðabæ þóttust hafa himin höndum tekið þegar þeir fengu aðstöðu á stóru túni snemma á 7. áratugnum. Frá því segir í sögu Stjörnunnar: „Svo háttaði til að sunnan Vífilsstaðavegar, í næsta nágrenni við Barnaskóla Garðahrepps, eða Barnaskólans við Silfurtún eins og hann var oft kallaður, var allstór túnblettur sem hætt var að nytja. Leyfi fékkst til að breyta túninu í leiksvæði og koma þar fyrir knattspyrnuvelli sem var nánast af fullri stærð. Jafnskjótt og leyfið var fengið var þar komið upp mörkum. Kom nánast af sjálfu sér að strákarnir sem stundað höfðu íþrótt sína í Silfurtúninu fluttu Árið 1961 var fyrsti íþróttadagur Stjörnunnar haldinn í Garðahreppi og keppt í handknattleik og knattspyrnu á „Hallavellinum“. Hér má sjá liðin sem áttust við í knattspyrnu, annað er í rauðum og hvítum stjörnubúningum en hitt í hvítum bolum. KR-ingar og Stjörnupiltar takast á í knattspyrnu snemma á 7. áratugnum. Barnaskóli Garðahrepps í baksýn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==