Aldarsaga UMSK 1922-2022

206 nesi fjölgað og félaginu vaxið fiskur um hrygg. Starfsemi þess er lýst þannig á heimasíðu félagsins: „Tilgangur og meginmarkmið félagsins er að stuðla að iðkun íþrótta fyrir börn og unglinga, almenning og keppnis- og afreksfólk.“30 Líkt og í öðrum fjölmennum íþróttafélögum er starf UMFÁ deildaskipt eftir íþróttagreinum, vinsælustu greinarnar eru knattspyrna, körfubolti, sund, blak, tennis og frjálsar íþróttir. Einng starfar íþróttaskóli innan félagsins á veturna fyrir 3–6 ára börn. Eftir að sveitarfélögin Garðabær og Bessastaðahreppur Félagsandinn heillaði mig Úlfar Ármannsson (f. 1943) er Álftnesingur að uppruna og má segja að hann hafi fæðst inn í félags- og íþróttalífið á nesinu. Faðir hans, Ármann Pétursson, var fyrsti formaður Ungmennafélags Bessastaðahrepps og Úlfar tók mikinn þátt í starfi þess. Hann sagði í viðtali árið 2018: „Þegar ég var ungur strákur stundaði ég knattspyrnu og frjálsar íþróttir með ungmennafélaginu. Félagsandinn þar heillaði mig, honum fylgdi ákveðinn lífsstíll sem byggðist á heilbrigði og reglusemi og ég vildi vera á þeim vettvangi. Og skyndilega varstu orðinn formaður félagsins, hvernig bar það að? Það má svo sannarlega segja að það hafi gerst með óvæntum hætti. Árið 1961 var ég nemandi í Reykjaskóla í Hrútafirði og einn góðan veðurdag frétti ég að ég hefði verið kosinn formaður Ungmennafélags Bessastaðahrepps. Ég var formaður í sjö ár, það var mikil gróska í starfseminni á þeim árum og mátti heita að allir unglingar í hreppnum hefðu tekið þátt í starfinu. Knattspyrna, handbolti og frjálsar íþróttir voru vinsælustu greinarnar á sumrin og á veturna voru borðtennisæfingar í skólanum á Bjarnastöðum. Var starfið eingöngu fólgið í íþróttaiðkun? Nei, alls ekki, við héldum einnig skemmtikvöld og ungmennafélagið kom víða við, það voru ýmsir viðburðir á vegum þess, til dæmis áramótabrenna, ég held að ég hafi verið brennukóngur í ein tíu ár. Svo var slegið upp balli sem stóð til klukkan fjögur á nýársnótt, þetta var árviss viðburður. Ég hafði áhuga á félagsstörfum, ekki eingöngu íþróttum, og vildi vinna að hugsjónum ungmennafélaganna. Þær hafa aldrei skipt meira máli en nú á dögum. Því miður er fólk að hörfa frá þeim, það er margt í boði fyrir ungt fólk og ekki allt gott. Íþróttir hafa mikið forvarnargildi og það er mikilvægt að börn og unglingar geti stundað þær á heimavelli. Ég reyndi að beita mér fyrir því að allir væru boðnir velkomnir í félagsstarfið og fengju að taka þátt í því á sínum forsendum.“31 Úlfar Ármannsson var innan við tvítugt þegar hann varð formaður í Ungmennafélagi Bessastaðahrepps. Bjarnastaðir á Álftanesi voru reistir árið 1914, þar var barnaskóli til ársins 1978 og Ungmennafélag Bessastaðahrepps nýtti húsið fyrir félagsstarfsemi sína um skeið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==