Aldarsaga UMSK 1922-2022

205 varpsútsendingar. Þessu opna húsi var lýst þannig í ársskýrslu UMSK: „Þar var dansað, hlustað á plötur, teflt, spilað og leikið bob o.fl. Íþróttavöllur er enginn en afnot af túni fengust í sumar. Þar var æfð knattspyrna og handbolti stúlkna tvisvar í viku. Ekki tekið þátt í mótum.“28 Starf UMFB efldist með auknum íbúafjölda í sveitarfélaginu. Árið 1980 bjuggu tæplega 500 manns í hreppnum, starfsemi ungmennafélagsins var blómleg og undirstaða félagslífs á Álftanesi, og fór félagafjöldinn yfir hundrað manns á 9. áratugnum. Á dagskránni voru dans, spil, skák, borðtennis, málfundanámskeið, kvikmyndasýningar og bingó, skíðaferðir og sundlaugarferðir. Starfseminni árið 1981 var lýst þannig í ársskýrslu: „Starf félagsins var á síðasta ári [1981] mjög blómlegt. Haldin voru bingó, félagsvist, böll fyrir eldri hreppsbúa svo og þá yngri, 17. júní hátíðarhöld í samstarfi við kvenfélagið og fleiri. Þá sá UMFB um brennu hreppsins auk þess sem skipulagðar voru sundlaugaferðir, skíðaferðir, þá var skák, borðtennis og knattspyrna iðkuð. Félagsmálanámskeið var haldið og íþróttanámskeið fyrir 6–12 ára íbúana, sem var mjög vel sótt.“29 Íþróttalífið í Bessastaðahreppi tók miklum stakkaskiptum þegar nútímaleg íþróttamannvirki komu til sögunnar. Nýtt íþróttahús var tekið í notkun árið 1989 með 18 x 32 m gólfflöt og möguleika á stækkun. Sundlaugin kom ári síðar, 16 x 8 m að stærð. Síðan hafa orðið miklar breytingar og uppbygging á þessu svæði sem gengur undir nafninu Íþróttamiðstöð Álftaness við Breiðumýri. Þar er Álftaneslaug, 25 x 12 metra útisundlaug og 12 metra löng innilaug. Einnig eru þar heitir pottar, kalt ker (4–5 gráður) og gufubað. Í miðstöðinni er 22 x 44 m íþróttasalur og knattspyrnuvöllur er þar við hliðina. Eins og framar greinir kom Ungmennafélag Álftaness til sögunnar árið 2004, síðan hefur íbúum á ÁlftaÍþróttasalurinn á Álftanesi er 22x44 m að stærð. Horft yfir Álftaneslaug sem er 25 x 12 metrar að stærð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==