Aldarsaga UMSK 1922-2022

204 enga þolinmæði til – nje heldur lag á – að beita brögðum, hafði jeg því þann vana að rífa menn upp snögglega á klofbragði og slengja þeim niður af kröptum, og tókst mjer þetta við ýmsa sem voru mjer margfalt sterkari og urðu sumir íllir …“25 Þessi skemmtilega frásögn Benedikts Gröndal sýnir að glíma var iðkuð í skólahúsinu á Bessastöðum löngu áður en leikfimisalir og íþróttahús komu til sögunnar. Í Dægradvöl er einnig sagt frá því að Bessastaðapiltar hafi iðkað knattleik, hlaup og stökk utandyra og enn fremur skautahlaup.26 Á dögum Benedikts Gröndal var Álftaneshreppi skipt í Garðahrepp og Bessastaðahrepp, árið 1879. Þegar Ungmennafélag Bessastaðahrepps (UMFB) var stofnað árið 1946 voru hreppsbúar einungis 137 talsins og íbúafjöldinn náði ekki 200 manns fyrr en árið 1964.27 Langri sögu Bessastaðahrepps lauk 17. júní 2004 þegar nafninu var breytt í Sveitarfélagið Álftanes og um leið tók ungmennafélagið upp nafnið Ungmennafélag Álftaness (UMFÁ). Aftur urðu svo breytingar á skipan mála hinn 1. janúar 2013 þegar Sveitarfélagið Álftanes sameinaðist Garðabæ. UMFÁ hefur haldið nafni sínu og stöðu innan Garðabæjar en hér verður tæpt á íþróttamannvirkja- og ungmennafélagssögu Álftaness síðustu áratugina. Ungmennafélag Bessastaðahrepps festi sig strax við stofnun í sessi sem æskulýðs- og íþróttafélag á Álftanesi og um árabil var starfsemi félagsins tvískipt: Ýmiss konar tómstundir voru iðkaðar innan dyra á veturna og íþróttir utanhúss á sumrin. Sem dæmi um starfsemi UMFB má taka árið 1971 þegar félagsmenn voru 50 talsins. Þá var opið hús annan hvern fimmtudag, hugsanlega varð sá vikudagur fyrir valinu vegna þess að þá voru ekki sjónÍ Íþróttamiðstöð Álftaness við Breiðumýri er Álftaneslaug og stór íþróttasalur. Knattspyrnuvöllur á Álftanesi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==