Aldarsaga UMSK 1922-2022

203 árið 1965 og varð stórkostleg lyftistöng fyrir íþróttalíf og sýninga- og tónleikahald á Íslandi. Þar fóru meðal annars fram innanhússmót UMSK í knattspyrnu. Laugardalshöll tók við hlutverki Hálogalands sem var stór braggi í Vogahverfinu í Reykjavík, byggður á hernámsárunum og miðstöð handknattleiks á Íslandi í tvo áratugi eftir seinni heimsstyrjöldina, þar fóru einnig fram fimleikasýningar, badmintonæfingar og keppni í hnefaleikum. Hálogaland var í eigu Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) og stærsta íþróttahúsið sem völ var á hérlendis þar til Laugardalshöllin var reist. Þremur árum eftir byggingu Laugardalshallarinnar kom Laugardalslaug til sögunnar, teiknuð af Einari Sveinssyni, hún er 50 metra löng og 22 metrar á breidd. Vert er að geta þess að Sundhöll Reykjavíkur var reist árið 1937 og var fyrsta nútímalega íþróttamannvirkið á Íslandi. Guðjón Samúelsson teiknaði Sundhöllina. Fram eftir 20. öld var íþróttaaðstaðan harla slæm á félagssvæði UMSK, bæði innan- og utanhúss, sem háði bæði árangri og stórstígum framförum. Í ársskýrslu UMSK árið 1969 er kveðið fast að orði hvað varðar vallarmál: „Vallarmálin eru stórmál, sem allir þurfa að láta sig miklu skipta, er vilja að æska U.M.S.K. skipi sér í fremstu raðir í íþróttalífi landsins.“23 Íþróttamannvirki, bæði utan- og innandyra, eru nauðsynleg umgjörð kringum öflugt og blómlegt íþróttastarf fyrir alla. Það sést vel á félagssvæði UMSK þar sem þróun og uppbygging íþróttamannvirka síðustu áratugina hefur verið svo stórkostleg að líkja má við byltingu. Hér á eftir verður stiklað á stóru í sögu íþróttamannvirkja á þessu landsvæði sem er um leið drjúgur þáttur í sögu félaganna og UMSK. Yfirferðin hefst á Álftanesi og endar uppi í Kjós, tekið skal fram að umfjöllun um skeiðvelli og golfvelli er að finna í bókarköflunum um hestaíþróttir og golf. Álftanes og Ungmennafélag Bessastaðahrepps Álptanes liggur á milli Hafnarfjarðar og Skerjafjarðar, og er flatt og lítt bunguvaxið sumstaðar; inn í það ganga víkur tvær …24 Þannig ritaði Benedikt Gröndal (1826–1907) um bernskuslóðir sínar í Álftaneshreppi í sjálfsævisögunni Dægradvöl. Hann var við nám í Bessastaðaskóla 1842–1846 og greinir þannig frá glímuiðkun skólapilta á þeim árum: „Oft var glímt í forstofunni, og tók jeg þátt í því, töluverðan, en þó var jeg enginn glímumaður; mér var þar eins og annars, að jeg vildi afgera það fljótt, jeg hafði Horft heim að Bessastöðum á Álftanesi. Piltar í Bessastaðaskóla iðkuðu glímu og aðrar íþróttir löngu fyrir daga íþróttamannvirkja.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==