Aldarsaga UMSK 1922-2022

201 leikur og frjálsar íþróttir mestra vinsælda og voru fljótlega stofnaðar sérdeildir sem sinntu þessum greinum. Stjarnan tók í fyrsta skipti þátt í Íslandsmótinu í knattspyrnu karla árið 1968. Ingvi Guðmundsson var þá formaður Stjörnunnar, hann kenndi ungum piltum glímu og íþróttakennararnir Hilmar Björnsson og Elísabet Brand hvöttu nemendur til þátttöku í íþróttum og önnuðust sumarnámskeið. Um það leyti voru félagsmenn Stjörnunnar 100–200 talsins. Frá upphafi fékk Stjarnan fjárstyrk frá Garðabæ, ekki gekk vel að fá fólk til starfa sem byggðust á sjálfboðavinnu og jafnvel þurftu stjórnarmenn að greiða fé úr eigin vasa þegar í óefni var komið. Sífellt þurfti stjórnarfólk að vera vakandi fyrir tækifærum til fjáröflunar. Árið 1971 voru haldnir tveir dansleikir í fjáröflunarskyni, þá voru félagsdeildirnar þrjár: Knattspyrnudeild, handknattleiksdeild og frjálsíþróttadeild, en fleiri sérdeildir bættust við næsta áratuginn: Badmintondeild, borðtennisdeild, karatedeild og blakdeild. Þar kom að félagið tók þátt í Íslandsmótinu í öllum flokkum í knattspyrnu og handknattleik. Frjálsíþróttafólk lét einnig að sér kveða og sumt af því sótti æfingar hjá Breiðabliki í Kópavogi. Hér er aðeins drepið á starfið fyrstu árin í sögu Stjörnunnar sem fagnaði 60 ára afmæli sínu árið 2020. Af því tilefni var saga félagsins gefin út í veglegri bók eftir Steinar J. Lúðvíksson, hún heitir „Skíni Stjarnan“ og þar er því lýst hvernig félagið byggðist upp jafnt og þétt í samræmi við stækkun og þróun byggðarinnar og varð að lokum stórveldi á sínu sviði með afar fjölbreytta starfsemi sem skiptist í stórum dráttum í þrjú svið: a) barna- og unglingastarf, b) afreksstarf, c) almenningsíþróttir fyrir fullorðna. Í sögu Stjörnunnar er einnig fjallað um fyrstu ár félagsins þegar peningaleysi, aðstöðuleysi og stundum áhugaleysi einkenndi starfsemina. Þá veitti ekki af að fá góða hvatningu, jafnvel í bundnu máli líkt og í kvæðinu „Herhvöt“ eftir Ingva Guðmundsson, sem var formaður Stjörnunnar um skeið og teiknaði reyndar merki félagsins. Kvæðið birtist í kynningarriti Stjörnunnar fljótlega eftir stofnun félagsins sem var dreift á hvert heimili í Garðahreppi: Loftmynd af hluta Reykjavíkursvæðisins árið 1960. Fremst á myndinni sést að þéttbýli er að myndast í Garðahreppi, oft nefnt Silfurtún á þessum árum. Fjær sést byggðin á Kársnesi í Kópavogi og einnig hluti Reykjavíkur, Akrafjall ber við himin í fjarska. Sama ár og myndin var tekin var Æskulýðsfélagið Stjarnan stofnað í Garðahreppi en fimm árum síðar var nafninu breytt í Ungmennafélagið Stjarnan. Á landspildunni milli þéttbýlisins í Garðahreppi og Hafnarfjarðarvegar var fyrsti knattspyrnuvöllur Stjörnunnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==