Aldarsaga UMSK 1922-2022

200 náð hafa 12 ára aldri, en auðvitað verður yngra fólki gefinn kostur á þátttöku síðar. Áhugamenn um æskulýðsmál eru hvattir til þess að mæta á fundinn og væntum við skilnings og áhuga foreldra á þessu máli.“18 Rúmlega 40 manns mættu á stofnfundinn sem var haldinn í barnaskólanum haustið 1960. Séra Bragi stýrði fundinum og Garðar S. Gíslason (1906–1962) var kjörinn formaður en hann hafði á árum áður verið afreksmaður í frjálsum íþróttum. Ákveðið var að árgjaldið yrði 25 krónur. Ári síðar var tekin ákvörðun um nafnið á félaginu: Æskulýðsfélagið Stjarnan skyldi það heita, hugmyndina að nafngiftinni átti Oddný Eyjólfsdóttir sem var nemandi í barnaskólanum og eina konan í fyrstu aðalstjórn félagsins. Starf æskulýðsfélagsins varð strax öflugt, það var tvískipt, annarsvegar var um að ræða íþróttaiðkun og hinsvegar það sem kallað var tómstundastarf, til dæmis flugmódelsmíði, frímerkjasöfnun og bast- og tágavinna. Aðstaðan til íþróttaiðkunar innanhúss var engin í Garðahreppi en leitað var í önnur sveitarfélög, meðal annars í ÍR-húsið við Landakot í Reykjavík, sem hafði áður verið kaþólsk kirkja, vígð árið 1897 en er núna í Árbæjarsafni. Einnig fengust tímar í íþróttasal Kópavogsskóla, Hörður Ingólfsson og Guðrún Helgadóttir stjórnuðu æfingunum. Sumarið 1961 var haldið leikja- og íþróttanámskeið fyrir börn og unglinga í Garðahreppi og farið í keppnisferð austur í Hveragerði, piltarnir kepptu í knattspyrnu og stúlkurnar hugðust keppa í handknattleik utanhúss en leiknum var aflýst vegna vatnsveðurs. Um haustið var haldinn fyrsti íþróttadagur æskulýðsfélagsins við barnaskólann, þangað mættu gestir úr KR, Breiðabliki og Aftureldingu og kepptu við heimamenn. Í fyrstu var aðstaðan ekki upp á marga fiska í Garðahreppi, rætt var ítrekað við hreppsnefndina sem hafði í ýmsu öðru að snúast en að bæta íþróttaaðstöðuna, meðal annars að koma á vatnsveitu í hreppnum. Ingvi Guðmundsson lýsti stöðunni þannig árið 1968: „Starfsemi félagsins hefur farið ört vaxandi ár frá ári, en aðstaða hefur verið afar léleg til flestra hluta, og þó einkum til íþróttaæfinga. Á síðastliðnu hausti fékk félagið til afnota lítinn íþróttasal sem er í barnaskólanum, og var stofnað til æfinga þar í knattleikjum, frjálsum íþróttum og glímu. Fjöldi unglinga leggur nú stund á þessar íþróttagreinar hjá félaginu, en aðstaðan er þó mjög léleg til allra æfinga utanhúss, og um verulegan árangur verður ekki að ræða fyrr en með bættri aðstöðu.“19 Þrátt fyrir frumstæðar aðstæður voru haldnar æfingar í frjálsum íþróttum og knattspyrnu, félagsbúningur var hannaður, eftir nokkrar tillögur varð blái liturinn ráðandi í búningnum og hefur svo verið allar götur síðan. Með stofnun Stjörnunnar var ljóst að grundvöllur hafði skapast í Garðahreppi fyrir fullgilt íþróttafélag og 2. flokkur kvenna í handknattleik tók þátt í Íslandsmótinu árið 1964 en tapaði reyndar öllum leikjum sínum.20 Stúlkurnar létu þó ekki deigan síga og í næstu mótum gekk þeim mun betur. En hvað sem sigrum og ósigrum leið var ljóst að Stjörnuna skorti formleg tengsl við íþróttahreyfinguna í landinu. Í þeim efnum kom tvennt til greina: Að sækja um aðild að Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar eða ganga í UMSK. Síðarnefndi kosturinn varð fyrir valinu og á UMSK-þingi, sem haldið var 7. mars 1965 í Kópavogi, var inntökubeiðni félagsins samþykkt. Nafnið breyttist í Ungmennafélagið Stjarnan sem varð sjötta félagið í UMSK. Séra Bragi Friðriksson tók sæti í stjórn UMSK sem fulltrúi Stjörnunnar, hann gegndi því starfi í eitt ár en þá tók Birgir Guðmundsson sæti hans í stjórninni. Næstu árin gætti nokkurrar óánægju hjá Stjörnumönnum gagnvart UMSK, fannst þeim að stjórn sambandsins sýndi hinu nýja félagi úr Garðahreppi ekki nógu mikinn áhuga og að Kópavogsbúar væru of fyrirferðarmiklir í stjórninni. Gekk það svo langt að árið 1969 tilnefndi Stjarnan ekki fulltrúa á þing UMSK, kannaðir voru möguleikar á að stofna íþróttabandalag í Garðahreppi eða gerast aðilar að Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar. Niðurstaðan varð sú að Stjarnan yrði áfram innan vébanda UMSK og hefur verið svo síðan.21 Eftir að Stjarnan breyttist í ungmennafélag urðu íþróttirnar aðalviðfangsefni félagsins. Líkt og hjá fleiri félögum á þessum árum nutu knattspyrna, handknattSéra Bragi Friðriksson var einn helsti frumkvöðullinn að stofnun Stjörnunnar. Við vígslu Stjörnuheimilisins nokkrum áratugum síðar var hann sæmdur gullmerki félagsins. Alma R. Möller, þá formaður Stjörnunnar, til hægri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==