Aldarsaga UMSK 1922-2022

199 nesi, æft var á Melavellinum, Ármannsvelli og á vellinum í Fífuhvammi í Kópavogi en skrifstofuaðstaðan var áfram í Lindarbæ.15 Árið 1969 voru tveir aðrir íþróttakennarar ráðnir af UMSK til að sinna aðildarfélögunum, Kristján Jóhannsson og Guðmundur Harðarson. Kristján Jóhannsson þjálfaði frjálsar íþróttir og knattspyrnu hjá Aftureldingu, Dreng og Gróttu en Guðmundur Harðarson æfði Mosfellinga í sundi í Varmárlaug.16 Á 8. áratugnum kom nýir framkvæmdastjórar til skjalanna, Guðmundur Guðmundsson frá Vorsabæjarhjáleigu í Flóa sinnti starfinu 1971–1972 og hélt meðal annars kynningar á sambandinu. Í janúar 1972 varð Guðmundur Gíslason frá Neðra-Hálsi í Kjós framkvæmdastjóri og starfaði sem slíkur í hálft annað ár. Ólafur Oddsson, einnig frá Neðra-Hálsi, tók næst við starfinu og Sveina Sveinbjörnsdóttir var framkvæmdastjóri 1974– 1975 en starfið var lagt niður um sex ára skeið eftir landsmót UMFÍ á Akranesi 1975, vegna fjárskorts. Um hríð starfaði einnig framkvæmdanefnd UMSK til að létta undir með framkvæmdastjóranum, afgreiða bréf, undirbúa stjórnarfundi o.s.frv. Í nefndinni sátu Sveina Sveinbjörnsdóttir, Páll Aðalsteinsson og Ólafur Oddsson. Heillastjarna yfir Garðahreppi Um miðja 20. öld hófst þéttbýlismyndun í Garðahreppi, við þjóðbrautina milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Barnaskóli Garðahrepps tók til starfa árið 1958, tveimur árum síðar voru íbúar rúmlega eitt þúsund og hreppurinn sá fjölmennasti á Íslandi, þar af bjuggu 730 manns í Garðakauptúni, einnig nefnt Silfurtún, sem varð löggiltur verslunarstaður árið 1960. Tíu árum síðar voru íbúar í Garðahreppi tæplega þrjú þúsund og árið 1976 fékk sveitarfélagið kaupstaðarréttindi og hlaut nafnið Garðabær.17 Þessi hraða íbúafjölgun kallaði á félagslíf og félagsstarf. Kvenfélag Garðahrepps var stofnað árið 1953, Hestamannafélagið Andvari árið 1965 og Skátafélagið Vífill 1967. Síðast en ekki síst tók Æskulýðsfélagið Stjarnan til starfa árið 1960, aðdragandinn að stofnun þess var sem hér segir: Árið 1959 starfaði rúmlega þrítugur prestur sem stundakennari við Barnaskóla Garðahrepps. Þetta var séra Bragi Friðriksson sem bjó þá í Silfurtúninu en auk kennslustarfa var hann framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur og formaður Æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar. Síðast en ekki síst varð séra Bragi sóknarprestur í Garðaprestakalli í rúm 30 ár, frá 1966 til 1997. Bragi hafði verið afreksmaður í frjálsum íþróttum, í kastgreinum, og keppti þá fyrir KR. Árið 1960 hafði hann lagt keppnisskóna á hilluna, hafði hinsvegar hug á að æskulýðsfélag yrði stofnað í Garðahreppi og kom að máli við Vilberg Júlíusson, skólastjóra barnaskólans, sem leist vel á hugmyndina. Þeir létu fjölrita dreifibréf sem borið var í hvert hús í Garðahreppi og sagði þar meðal annarra orða um væntanlegt æskulýðsfélag: „Hugmyndin er að félagið gangist fyrir tómstundaiðju, íþróttaæfingum, skátastarfi svo og skemmti- og fræðslufundum eftir því sem við verður komið. Stofnfélagar geta allir orðið, sem Pálmi Gíslason 1968–1969. Guðmundur Guðmundsson 1971–1972. Ólafur Oddsson 1973–1974. Ólafur Unnsteinsson 1969–1971. Guðmundur Gíslason 1972–1973. Sveina Sveinbjörnsdóttir 1974–1975.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==