Aldarsaga UMSK 1922-2022

197 stofnuð sérstök „ráð“ til að annast UMSK-mót í knattspyrnu, handknattleik, frjálsum íþróttum og karate. Einnig önnuðust þessi ráð þátttöku sambandsfélaga í öðrum mótum. Slíkum sérráðum fór fjölgandi, næst bættust við sundráð og badmintonráð UMSK. Síðan dró úr krafti sérráðanna og árið 1985 var orðið afar dauft yfir þeim nema karateráði. Fram eftir öldinni settu héraðsmót UMSK sterkan svip á starfið. Sem dæmi má nefna að árið 1984 voru haldin UMSK-mót í badminton, blaki, frjálsum íþróttum (innan- og utanhúss), knattspyrnu, siglingum, karate og skák.5 En héraðsmótin runnu einnig sitt skeið á enda og hlutverk UMSK hefur gjörbreyst frá því sem áður var, það er ekki lengur „yfirsamband“ líkt og fyrrum, hlutverk þess er frekar að þjónusta og styrkja sjálf aðildarfélögin sem lifa sínu sjálfstæða lífi eins og rakið verður í þessari bók. Stjórnin og pyngjan Um langa hríð voru fimm einstaklingar í stjórn UMSK, einn frá hverju aðildarfélagi. Á 8. áratugnum fjölgaði félögunum og einnig í stjórninni, árið 1975 var stjórn sambandsins tíu manna, flestir komu úr Kópavogi. Árið 1979 voru 12 manns í stjórn og þá var tekin sú ákvörðun að fækka stjórnarmönnum aftur niður í fimm.6 Nær undantekningarlaust skipuðu karlar stjórnina, tímar kynjajafnræðis í þessum efnum voru ekki runnir upp við ysta haf. Með fjölgun sambandsfélaga varð stjórnun UMSK viðameiri, um skeið var efnt til svonefndra formannafunda sem voru mikilvægur þáttur í starfinu og haldnir einu sinni til tvisvar sinnum á ári til að samræma verkefni hverju sinni. Slíkur fundur var haldinn sumarið 1983 í Þrastaskógi, þar mættu formenn aðildarfélaganna, stjórn UMSK og formenn einstakra íþróttaráða innan sambandsins. Á þeim fundi var rætt um sumarstarfið, Þrastaskóg, fjáröflunarleiðir og önnur mál.7 Líkt og tíðkast hjá félagasamtökum voru fjármálin ofarlega á baugi hjá stjórninni. Lengi vel byggðist rekstrarfé mest á fjárframlögum frá sveitarfélögum og sýslum á sambandssvæðinu, þar var engin föst regla í gildi og ekki á vísan að róa. Árið 1965 fékk UMSK styrki sem hér segir: Úr sýslusjóði Kjósarsýslu: 16.000 kr. Úr sýslusjóði Gullbringusýslu: 7.500 kr. Úr bæjarsjóði Kópavogs: 4.000 kr. Frá Búnaðarsambandi Kjalarnesþings: 1.000 kr. Útbreiðslustyrkur ÍSÍ: 8.930 kr.8 Þremur árum síðar (1968) voru tekjustofnar UMSK mun hærri en rétt er að hafa í huga að þetta voru mikil verðbólguár. Styrkir frá sýslum og sveitarfélögum á sambandssvæðinu voru sem hér segir: Kjósarsýsla 53.000 kr. Gullbringusýsla 25.000 kr. Kjósarhreppur 10.000 kr. Kjalarneshreppur 5.000 kr. Mosfellshreppur 10.000 kr. Seltjarnarneshreppur 10.000 kr. Búnaðarsamband Kjalarnesþings 1.000 kr. Útbreiðslustyrkur ÍSÍ 6.959 kr. Samtals 140.959 kr.9 Þessi hvikuli rekstrargrunnur varð til þess að fjárhagurinn var sveiflukenndur, skuldastaðan stundum yfirþyrmandi og fjármál og fjáröflun eitt af aðalverkefnum stjórnar. Sem dæmi má taka árið 1974, þá voru miklar skuldir útistandandi vegna Þrastalundar sem er veitingastaður í Þrastaskógi og UMSK rak sumarlangt. Þrátt fyrir verðbólgu stóðu styrkir frá sveitarfélögum og sýslusjóði í stað en helstu tekjurnar voru af auglýsingum í fréttabréfi og dansleikjum í Félagsgarði í Kjós, tekjur af minjapeningasölu voru litlar. Ýmsar fjáröflunarleiðir voru ræddar og reyndar, meðal annars sala á happdrættismiðum, á einum stjórnarfundi var rætt um að tína krækling og selja í fjáröflunarskyni. Árið 1982 fóru framlög sveitarfélaganna hækkandi, þau gerðu sér smám saman grein fyrir þeim samfélagslega ávinningi sem öflugt héraðssamband stuðlaði að. Árið 1983 freistaði stjórn UMSK þess að koma á fastri Lengi vel var fjáröflun helsta verkefni stjórnarfólks í UMSK sem þurfti sífellt að hafa öll spjót úti til að afla tekna fyrir starfsemina. Auk opinberra styrkja gátu tekjur af dansleikjahaldi og auglýsingum í UMSK-blöðum verið drjúgar og á einum stjórnarfundinum var rætt um að söfnun og sala á kræklingi væri hugsanleg leið til fjáröflunar fyrir sambandið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==