Aldarsaga UMSK 1922-2022

195 Félögum fjölgar – starfið styrkist Síðari hluti aldarsögu UMSK fjallar um árabilið 1963– 2022. Á því 60 ára tímaskeiði hafa orðið gífurlegar samfélagsbreytingar á Íslandi sem endurspeglast í öllu íþróttastarfi og íþróttahreyfingu þjóðarinnar. UMSK er þar engin undantekning, nýjar íþróttagreinar og íþróttafélög hafa sprottið upp innan sambandsins og félög lagt upp laupana; allt starf UMSK síðustu áratugina hefur einkennst af miklum og örum breytingum. Þess vegna heitir síðari hluti bókarinnar „Breytileg birtingarmynd“. Árið 1963 voru aðildarfélög UMSK einungis fimm, allt voru það ungmennafélög og aðeins eitt í hverju sveitarfélagi á sambandssvæðinu sem var skilgreint þannig í fyrstu grein laga UMSK: „Sambandssvæðið er Kjósarsýsla, Kópavogskaupstaður, Seltjarnarneskaupstaður og Garðabær.“1 Félögin voru, talin frá Hvalfjarðarbotni og út á fjörur Álftaness: Ungmennafélagið Drengur (UMFD) í Kjósarhreppi, stofnað árið 1915. Ungmennafélag Kjalnesinga (UMFK) í Kjalarneshreppi, stofnað árið 1938. Ungmennafélagið Afturelding (UMFA) í Mosfellshreppi, stofnað árið 1909. Ungmennafélagið Breiðablik (UBK) í Kópavogshreppi, stofnað árið 1950. Ungmennafélag Bessastaðahrepps (UMFB) á Álftanesi, stofnað árið 1946. Lengi settu héraðsmót í einstökum íþróttagreinum sterkan svip á starfsemi UMSK og endurspegluðu vel gróskuna og stöðu einstakra greina innan sambandsins hverju sinni. Árið 1962 voru einungis haldin þrjú héraðsmót, í frjálsum íþróttum, bridds og skák. Ári síðar kvað við annan tón, hvorki voru haldin héraðsmót í bridds né skák en hinsvegar í knattspyrnu og handknattleik, auk frjálsra íþrótta. Um þetta leyti voru hópíþróttir að eflast verulega á sambandssvæðinu, næstu árin var þó líf í briddsspilurum sem héldu héraðsmót árið 1966 en skákíþróttin var á undanhaldi og einkum stunduð í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Árið 1971 skipuðu iðkendur innan UMSK sér þannig niður eftir íþróttagreinum: Knattspyrna: 784 iðkendur. Handknattleikur: 649 iðkendur. Frjálsar íþróttir: 263 iðkendur. Körfuknattleikur: 88 iðkendur. Glíma: 72 iðkendur. Sund: 72 iðkendur. Badminton: 44 iðkendur. Fimleikar: 30 iðkendur. Skautaíþróttir: 29 iðkendur. Aðrar greinar: 93 iðkendur.2 Hér má sjá að skák og bridds hafa horfið af sviðinu og knattíþróttir mjög sótt í sig veðrið, einkum knattspyrna og handknattleikur. Glíman heldur enn velli, en reyndar var hér um stutt blómaskeið að ræða, einkum innan Breiðabliks. Næstu áratugina gjörbreyttist birtingarmynd UMSK. Aukin þéttbýlismyndun og nýjar íþróttagreinar kölluðu á stofnun nýrra félaga sem voru ekki öll ungmennaBjarki Bjarnason: Saga UMSK 1963–2022 Breytileg birtingarmynd

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==