Aldarsaga UMSK 1922-2022

188 Þar með var boltinn farinn að rúlla og á næsta héraðsþingi upplýsti formaðurinn, Ármann Pétursson, að nefnt hefði verið við Loft Guðmundsson, rithöfund frá Þúfukoti í Kjós, að taka söguritunina að sér. Axel Jónsson tók til máls og beindi því til félaganna að þau skráðu sína eigin sögu og varðveittu ljósmyndir er greindu frá starfi þeirra. Samþykkt var að hefja þegar framkvæmdir í þessu efni og fá ritfæran mann til að skrá söguna.161 Loftur Guðmundsson tók að sér að ritstýra verkinu og árið 1963 kom út 40 ára afmælisrit UMSK. Það var 50 blaðsíðna rit í meðalstóru broti með allmiklu lesmáli og töluverðu af myndum. Meginhluti ritsins voru greinar 20 Gestur Guðmundsson Gestur Guðmundsson fæddist í Rauðbarðaholti í Hvammssveit, Dalasýslu, 12. febrúar 1923. Foreldrar hans voru bændahjónin Sigríður Guðmundsdóttir og Guðmundur Eggertsson. Ársgamall fluttist Gestur með foreldrum sínum á Nýp á Skarðsströnd og ólst þar upp í hópi sex systkina framundir tvítugsaldur. Snemma árs 1943 fluttist Gestur til Reykjavíkur og settist þar að. Hann kvæntist Kristínu Katarínusdóttur frá Bakka í Seyðisfirði árið 1946 og ári síðar settust þau að í Kópavogi. Þar bjuggu þau í 45 ár og eignuðust einn son. Gestur átti hugmyndina að stofnun ungmennafélagsins Breiðabliks í Kópavogi og vann að því manna mest ásamt félaga sínum Guðmundi Guðmundssyni. Þá höfðu þeir starfað saman í Framfarafélagi Kópavogs, sem var fyrsta félagið sem stofnað var í hinu unga sveitarfélagi. Þeir voru orðnir nokkuð þreyttir á pólitísku þrasi og deilumálum innan þess og þar sem þeir sátu á steini fyrir utan heimili Gests á Skjólbrautinni sagði hann fyrirvaralaust við félaga sinn: „Eigum við ekki bara að stofna ungmennafélag, Guðmundur?“ Guðmundur hélt nú það og drifnir áfram af nýrri hugsjón og eldmóði byrjuðu þeir að ganga í hús og kynna hugmyndir sínar. Teningnum var kastað og félagið var stofnað 12. febrúar 1950 á 27 ára afmælisdegi Gests og varð hann ritari þess fyrstu fjögur árin. Aftur kom hann inn í stjórnina eftir nokkurt hlé árið 1963 og var formaður félagsins árin 1967 til 1972. Alls sat hann 18 ár í stjórn félagsins og lagði mikið af mörkum. Hann var akkerið í stjórn Breiðabliks, mikil driffjöður og sá sem dró vagninn. Hann gat verið stoltur af árangrinum því þegar hann lét af formennsku var þetta litla félag orðið langfjölmennasta ungmennafélag landsins. Óhætt er að segja að hann verðskuldi nafnbótina „faðir Breiðabliks“. Gestur ritaði stílhreina og fagra rithönd og var prýðilega ritfær. Hann var því eftirsóttur sem ritari á fundum og þingum ungmennafélaga og þá ekki síst hjá UMSK. Hann var kjörinn í stjórn sambandsins á fyrsta þingi sem hann sótti árið 1950 og var ritari þess um átta ára skeið. Nokkrum árum síðar var hann aftur kjörinn í stjórn og sat þá í stjórninni í sex ár, síðustu tvö árin sem formaður. Hann tók við formennskunni af Úlfari Ármannssyni sem hafði þetta um Gest að segja: „Gestur var vel skipulagður í sínum félagsmálum og ákaflega traustur. Rólegur og yfirvegaður og tókst alltaf að leysa málin á hinn besta hátt og komast að góðri niðurstöðu. Sérstaklega dagfarsprúður og þurfti aldrei að hækka róminn við nokkurn mann. Hann var einfaldlega frábær samstarfsmaður.“ Þessi mikli félagsmálamaður var einnig í varastjórn UMFÍ um sex ára skeið og honum var veitt gullmerki Íþróttasambands Íslands fyrir störf sín að ungmenna- og íþróttamálum. Hann hlaut einnig félagsmálaverðlaun UMSK árið 1968 og var vel að þeim kominn. Þá var hann í hópi fyrstu heiðursfélaga Umf. Breiðabliks á 30 ára afmæli félagsins. Hann var sífellt tilbúinn að leggja lið, jákvæður og mildur í hvatningu sinni, enda vinsæll maður. Árið 1992 fluttust Gestur og kona hans til Írlands til sonar síns sem bjó þar þá og þar bjuggu þau í 14 ár. Árið 2006 komu þau aftur til Íslands og settust að á Egilsstöðum. Kristín, kona Gests, lést árið 2008 en hann bjó á Egilsstöðum til æviloka og lést þar 23. júlí 2012 hátt á níræðisaldri.160 Gestur Guðmundsson, formaður Breiðabliks og UMSK.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==