Aldarsaga UMSK 1922-2022

187 í kúluvarpi og Ester Bergmann sömuleiðis í 100 metra hlaupi. Allt var þetta gott og gilt en húrrahrópin létu á sér standa. Glíman var síðust á dagskrá íþróttanna og þar réðust úrslitin í mótinu. Hið fornfræga félag, Ungmennafélag Reykjavíkur hið síðara, var í andarslitrunum en fyrir það hafði áttfaldur glímukóngur Íslands, Ármann J. Lárusson, keppt allan sinn glímuferil. Nú hafði hann gengið til liðs við Breiðablik og vann glímuna á landsmótinu undir merki UMSK. Hann háði þarna harða keppni við Sigurjón Guðmundsson sterka og Haugsbræður, frændur sína úr Flóanum, sem röðuðu sér í fjögur næstu sætin og tryggðu sigur HSK á mótinu. Innganga Ármanns var hvalreki fyrir UMSK og hann átti eftir að vinna marga glímusigra undir merki þess. En það voru gullstúlkur Breiðabliks sem björguðu heiðri UMSK með frammistöðu sinni í handknattleiknum. Þær höfðu æft vel undir handleiðslu Harðar Ingólfssonar og Frímanns Gunnlaugssonar og það skilaði sér á mótinu. Þær unnu sér þátttökurétt á landsmótinu með því að sigra Keflvíkinga 8:6 í undankeppni. Þegar til Lauga kom voru andstæðingarnir frá HSÞ og UMSB. Sigur vannst gegn Borgfirðingum 8:2 og heimastúlkur Þingeyinga voru lagðar að velli 6:2. Þar með unnu UMSK-stúlkur glæstan sigur og frammistaða þeirra gladdi hjörtu keppnishópsins. Saga sambandsins Til eru þeir menn sem þykir lítið til þess koma að saga hreyfingarinnar sé varðveitt og finnst því fé illa varið sem látið er renna til söguritunar. Hinir eru þó miklu fleiri sem gera sér ljóst að hreyfing án sögu er stödd í tómarúmi og veit ekki á hvaða vegferð hún er. Einn af þeim mönnum var Axel Jónsson, formaður UMSK til sex ára á sjötta áratugnum. Á þinginu 1956, þegar hann lét af formennsku, vakti hann máls á nauðsyn söguritunar og færði eftirfarandi rök fyrir máli sínu eins og segir í þinggerð: Þá taldi hann rétt að hafist væri handa nú þegar að rita sögu sambandsins, því hætt væri við þegar tímar liðu að mörg mikilsverð atriði í starfsemi sambandsins myndu gleymast nema eitthvað væri aðhafst í þeim efnum. Þá bæri nauðsyn til þess að geyma vel öll skjöl samtakanna sem gætu beint eða óbeint stuðlað að sem merkustu og bestu frásögnum um starfsemi sambandsins. Á 40 ára afmæli sambandsins kvað Axel mjög æskilegt og viðeigandi að gefa út slíkt rit sem yrði afmælisrit sambandsins og félaga þess.159 Handknattleikslið stúlkna úr Umf. Breiðabliki sem vann frægan sigur að Laugum 1961. Áslaug Arthúrsdóttir, Guðný Hanna Guðmundsdóttir, Ester Magnúsdóttir, Sigrún Kristinsdóttir, Kristín Harðardóttir, Ester Bergmann, Bára Eiríksdóttir, Sigrún Ingólfsdóttir og Svava Magnúsdóttir. Arndís Björnsdóttir markmaður fyrir framan. Loftur Guðmundsson frá Þúfukoti í Kjós ritstýrði 40 ára afmælisblaði UMSK.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==