Aldarsaga UMSK 1922-2022

186 flokkum. Öll hin félögin að Dreng undanskildum héldu úti einhverjum knattspyrnuæfingum en tóku ekki þátt í opinberum mótum. Þannig var staðan í lok þessa tímabils þegar liðin voru 40 ár frá stofnun sambandsins.158 Aftur að Laugum 1961 Aftur héldu ungmennafélögin landsmót á Laugum í Þingeyjarsýslu árið 1961. Gestgjafar voru Suður-Þingeyingar, sérstakur þjóðflokkur, sem voru hreint ekkert óánægðir með sjálfa sig og sína frammistöðu innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Það sem meira var, þeim var það alveg óhætt því HSÞ var ótrúlega öflugt samband miðað við mannfjölda og stærð. Þeir veittu Skarphéðinsmönnum harða keppni á mótinu þótt hinir síðarnefndu væru þrefalt mannfleiri. Skarphéðnar sigruðu naumlega í stigakeppninni en Þingeyingar voru á hælum þeirra. UMSK, sem var fjölmennasta sambandið innan UMFÍ, gerði ekki miklar rósir og náði aðeins níunda sæti á mótinu með 24,5 stig. UMSK mátti muna sinn fífil fegri á landsmótunum. Eftir fljúgandi start og sigur í Haukadal 1940 hafði héraðssambandið smám saman dregist aftur úr hinum samböndunum. Þeir sendu þó handboltalið kvenna á mótið og tólf manna hóp að auki sem aðallega keppti í frjálsíþróttum. Nú voru Kjósaringar og Mosfellingar fjarri góðu gamni því langflestir í þessum hópi voru frá Ungmennafélaginu Breiðabliki í Kópavogi. Janus Eiríksson í Óskoti lét sig þó ekki vanta og keppti á sínu áttunda landsmóti í röð. Hann var orðinn 39 ára gamall og lét spretthlaupin eiga sig að þessu sinni. Hann tók þess í stað þátt í jurtagreiningu en komst ekki í úrslit. Enginn tók þátt í sundi frá UMSK enda var synt í sömu ísköldu tjörninni og 1946. Slíkt létu hitakærir UMSK-ingar ekki bjóða sér og sátu heima. Frjálsíþróttir innan UMSK voru í öldudal og það sýndi sig á landsmótinu. Besta árangri UMSK-liða í frjálsíþróttum náði elsti keppandinn, Þorsteinn Alfreðsson, sem varð annar í kringlukasti. Kristín Harðardóttir varð þriðja í langstökki en aðrir náðu sér lítið á strik. Hörður Ingólfsson var meðal keppenda í langstökki en gerði öll stökk sín ógild. Ármann J. Lárusson varð sjötti Mannfjöldi við sýningarpallinn á landsmótinu á Laugum 1961. Fjær sést skólasetrið og tjaldbúðir gesta og keppenda. Keppendur úr UMSK ganga fylktu liði til íþróttavallarins á Laugum 1961. Fánaberi er Ármann J. Lárusson.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==